Færsla á Reykjanesskaga í allmörg ár.

Fyrir nokkrum árum rakst síðuhafi fyrir tilviljun á greinargerð hjá Landmælingum Íslands sem sýndi 18 sentimetra lækkun lands á orkuöflunarsvæðunum á Reykjanesskaga. 

Jafnframt þessu gekk sjór á land í Staðarhverfi fyrir vestan Grindavík. 

Þessi lækkun lands bendir til þess að mikil rányrkja eigi sér stað í gufuöflun í orkuverum sem vekur spurningar um áhrif þess á stððu hraunkvikunnar undir skaganum. 

 

Þrátt fyrir þetta heldur gufuöflunin áfram eins og ekkert sé, og framkvæmdaleyfi í Eldvðrpum er í fullugildi.

Hvað segja jarðfræðingarnir um þetta? 


mbl.is Svartsengi færðist til um heilan metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst áhugavert að sjá að þú hefir ekki fengið nein viðbrögð eða allavega ekki athugasemdir hér, við þessari færslu. Það er ábyrgðarhluti að halda áfram og jafnvel auka við starfsemi á jafn varhugaverð um stað og Svartsengi er.

Burkni (IP-tala skráð) 5.12.2023 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband