4.12.2023 | 17:04
Er ógagnið ekki meira samtals en gagnið?
Hve marga daga í heild skyldu vera aðstæður þar sem nagladekk gera gagn? Kannski fimm til sex?
Hve marga daga skyldu þeir gera ógagn? Hundrað til hundrað og fimmtíu?
Það ógagn er margs konar.
Slíta götunum og búa til rásir sem fyllast af vatni og minnka aksturhæfni bílanna.
Úða tjörupækli yfir götur og farartæki.
Tjaran berst á rúðurnar og skerðir útsýni, gerir dekkin og göturnar sleipari, skerðir hemlunargetu.
Búa til heilsuspillandi svifryk á þurrum dögum.
Meirihluti andvígur gjaldtöku á nagladekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu þá að tala um rvk? Hræddur um að Vestfirðingar og fólk á Austurlandi er ekki sammála, ég bý fyrir austan fjall og þetta eru fleiri en 5,6 dagar.
Josep sigurðsson (IP-tala skráð) 4.12.2023 kl. 19:05
Hvað ætli nagladekkin komi í veg fyrir mörg líkamstjón þessa kannski fimm til sex daga?
Væri í lagi að sleppa því að nota öryggisbelti, sem gera flesta daga ársins ekkert gagn, ef maður verður var við að slitför myndist á jakkanum? Hvað ætli kosti að setja upp gönguljós og mála gangbrautir? Hvað ætli sparaðist mikill gjaldeyrir ef dekk mætti nota þar til þau halda ekki lengur lofti?
Meðan þrifum er ábótavant, viðhald undir lágmarki og ódýrasta og lélegasta efnið notað í vegi má búast við rásum, tjörupækli og svifryki þó enginn aki á nagladekkjum.
Vagn (IP-tala skráð) 4.12.2023 kl. 19:18
Hvenær er gagn af nagladekkjum? Góð spurning, sammála Ómari þarna. Það eru örfáir dagar á ári sem naglar eru til gagns. Á þessum vetri nákvæmlega 0.
Bjarni (IP-tala skráð) 4.12.2023 kl. 23:59
Eitt árið gögnuðust nagladekkin mér ekki nema í 5 sekúndur samtals, en björguðu mér þá frá því að fara útaf og hugsanlega velta.
Niels (IP-tala skráð) 5.12.2023 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.