5.12.2023 | 08:21
Misjafnar matsáherslur í sjónvarpi í gærkvöldi um .ráðstefnuna í Dubai.
Í gærkvöldi lögðu margir orð í belg um loftslagsmálin í sjónvarpi, og mátti greina nokkuð misjafnt mat á fréttum af ráðstefnu Sþ í Dubai.
Ólafur Ragnar Grímsson gerði mikið úr því sem þegar hefði áunnist á ráðstefnunni, svo sem stofnun sérstaks sjóð til hjálpar hinum fátækari þjóðum, en í dómum um fjarveru Bandaríkjaforseta var eins og yfirlýsing hans um afnám kolavinnslu í Bandaríkjunum hefði alveg farið fram hjá álitsgjöfunum íslensku.
Og nokkuð almennt var það sjónarmið, að enn væri svo mikið eftir óunnið við samningaborðið, að of snemmt væri að gefa út neinar endanlegar niðurstöður um ráðstefnulok.
Loftslagsmál falla í mikilvægi hjá fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.