8.12.2023 | 17:37
Hvers vegna að refsa lang vistvænustu farartækjunum?
"Virk samgöngutæki" er heitið á þeim rafknúnu samgöngutækjum, sem nú á að fara fella niður opinberan stuðning við.
Dæmi um slíkt farartæki er rafreiðhjólið Sörli, sem ekið var frá Akureyri til Reykjavíkur 2015 fyrir orkukostnað uppá 115 krónur.
Gísli Sigurgeirsson bjargaði þessu venjulega reiðhjóli frá förgun og útbjó á það sjö rafhlöður sem gátu skilað því 159 kílómetra á einni hleðslu.
Svipuð hjól hafa verið í prófun hér á síðunni í gegnum árin og gefið öðrum rafknúnum farartækjum langt nef í hagkvæmni og vistmildi.
Og metið á Sörla hefur ekki verið slegið.
Hjólin í prófun hér á síðunni í átta ár hafa verið fjðgur, og eitt þeirra, rafknúna götuhjólið Super Soco, sem aðeins má nota innan um bílaumferðina á allt að 45 km hraða, en ekki nota á hjólastígum og gangstéttum, er með 132 kílómetra drægni og eyðir aðeins raforku fyrir eina krónu á kílómetrann.
Það er hressilegur öfugsnúningur þegar yfirburða vistvænum farartækjum af þessu tagi er nú látin gangast undir opinbert álag sem geri þau fjórðungi dýrara í innkaupi en áður var.
Stuðningur við hjól og rafhjól fellur niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það þarf að niðurgreiða það þá virkar það ekki.
Stór hluti af framleiðzlukostnaði er falinn í olíukostnaði. Hvort sem mönnum líkar það eða ekki. Svo er flutnings kostnaður... líka olía.
Það þarf slatta af olíu til að framleiða venjulegt reiðhjól, (á meðan menn beita ekki fallv0tnum, hverum eða kjarnorku. Eða kolum. Kol eru ekki olía.) og meiri olíu ef það á að vera rafknúið.
Óhjákvæmilegur hluti af framleiðzlu.
Og talandi um olíu...
Þegar ríkið fer að skammta rafmagnið, eins og mér sýnist stefna í, fer rafmagnskostnapurinn fljótt úr 155 kr í einhverja talsvert stærri tölu.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2023 kl. 18:17
Hjólið Super Soco, sem er tveggja sæta, hefur kostað um 300 þúsund krónur nýtt, 20 sinnum ódýrara en lítill rafbíll, en meðaltal manna um borð í innanbæjarakstri er rúmlega einn maður. Hjólið er tíu sinnum léttara, og kostnaður við að reka það og farga er líka margfalt ódýrara en er á ódýrustu rafbílum.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2023 kl. 19:11
Væri ekki nær að niðurgreiða skó. Ákaflega vistvænn ferðamáti.
Annars ákaflega þreytandi þetta fólk sem telur sig miklu betra en aðrir og að það sé bæði réttlátt og samfélgslega hagkvæmt að það sé undanþegið því að greiða til samneyslunnar sem það gerir þó skýlausa kröfu á að fá að njóta.
Bjarni (IP-tala skráð) 8.12.2023 kl. 20:21
Hér er um að ræða spurninguna um jafnræði milli bíla og hjóla, í stað þess að refsa hjólunum. Bílarnir, þungir rafbílar, slíta gatnakerfinu og þurfa margfalt meira rými, bæði í stæðum og á akstursgötum.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2023 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.