Vantar mynd með hljóði.

Í morgun var yndislega vel gerð umfjðllun um  umbrotin í Grindavík á dagskrá Rásar eitt og allra ráða neytt til að laða fram æað sem hefur verið að sjá og heyra í auðu þorpinu. 

Nema eitt vantaði.  Það er komið fram þriðjung 21. aldarinnar og enda þótt að á landinu sé einhver þekktasti náttúrulífsljósmyndara heims, Ragnar Axelsson, gerir lögreglumenntaður honum það ómögulegt að nýta færni sína. 

Heimsfrægur erlenddur ljosmyndari hefur gefist upp fyrr valdhroka lögreglustjórans og látið sig hverfa af landi brott, stórhneykslaður yfir íslenska valdhrokanum. 

Haraldur Sigurðsson, með sextíu ára reynslu af því að fást við eldgos í öllum heimálfun, hristir hausinn yfir fyrirkomulagi, sem er galið viðundur varðandi boð og bönn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir innbrotstilraun ljósmyndara er traustið horfið.

Vagn (IP-tala skráð) 17.12.2023 kl. 21:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég nefni þrjá menn í pistlinum,  Harald Sigurðsson, jarðfræðing með sextúu ára reynslu af eldgosarannsóknum í þremur heimsálfum, Ragnar Axelsson, heimsþekktan þverðlaunaljósmyndara með reynslu af myndatökum í 50 stiga frosti í Síberíu og Grænlandi auk 24 eldgosum hér á landi, og þann þriðja af þessum gæðaflokki tókst að hrekja burt af landinu.  

Hvernig gátu þessir þrír verið þess verðugir að eyðileggja allt traust til reyndustu ljósmyndara, sem völ var á?

Ómar Ragnarsson, 17.12.2023 kl. 22:17

3 identicon

Það þarf oft ekki mikið til að allt traust hverfi. Sá sem var nappaður hefur sjálfsagt reynslu, hefur tekið góðar myndir, ferðast og verið talinn traustverður. Og þeim sem falið er það hlutverk að gæta eigna í yfirgefnum bæ verða að taka það alvarlega. Sama þó þig þyrsti í góðar myndir og teljir eigur Grindvíkinga vera léttvægar í samanburði. 

Vagn (IP-tala skráð) 17.12.2023 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband