Eldgos í gangi í meira en klukkustund, en pólitíkusarnar virðast enn með forgang.

Skrýtin forgangaröð virðist ráða ríkjum: Þrátt fyrir áköf neyðarköll lðgreglunnar um að FLÝJA STRAX FRÁ GRINDAVÍK, - EN EKKI EFTIR GRINDAVÍKURVEGI. 

En stjórnmálamennirnir halda áfram ótrauðir með málalistann sinn, námslánin í núna í loftinu! Myndinn er tekin af svðlum við Spangartorgið í Grafarvogshverfi!

Eldgos 18 des


mbl.is Lögreglan: „Rýmið Grindavík STRAX“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki mæta þeir með slökkvitæki eða setja lögbann á gosið. Og þeir eru hvorki í Grindavík né á leið í Grindavík. Það besta sem þeir geta gert er að halda sinni dagskrá og grípa svo til aðgerða þegar þeirra er þörf. Láta almannavarnir, lögreglu og aðra um að sinna sínum verkum án tilgangslausra truflana forvitinna þingmanna.

Annars var athyglisvert að sjá blogg frá Haraldi Sigurðssyni rétt fyrir kl 15 í dag. Og örugglega einhverjir sem töldu þá óhætt að halda jól í Grindavík.  https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2297530/     "Jarðskjálftar eru enn í gangi við Grindavík, en þeir eru vægir og munu sennilega halda áfram í nokkra mánuði. Einnig jarðskorpuhreyfingar. Þetta er ástand sem vel má búa við. Ég spái því að allri lokun verði aflétt efti fund Almannavarna og sérfræðinganna næsta miðvikudag." Og svo hófst gos kl 22.17. En Haraldur hefur verið duglegur að beita gömlum fræðum og fullyrða að ekkert gos væri í vændum, þegar hann var ekki að gagnrýna það að fróðleiks sé leitað utan landssteina. Svipað og í fyrsta gosi þegar lærissveinn hans fullyrti að ekkert gos væri í vændum og það lá við að jörðin rifnaði í sundur í bakgrunninum.

https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2296651/

Vagn (IP-tala skráð) 19.12.2023 kl. 00:43

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Manni hefði nú fundist þetta skiljanlegt ef verið væri að fjalla um loftslagsvána
Hún er mun merkilegri en eitthvað eldgosprump í bakgarðinum
sem ekki er heldur gott að vekja of mikla athygli á vegna kolefnisjöfnunarskattaESB

Grímur Kjartansson, 19.12.2023 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband