25.12.2023 | 21:26
Dómarinn er hluti af leikvellinum. Hemmi og Maggi Pé.
"Útaf með dómarann! Útaf með dómarann!" heyrist í einni röddinni, sem Svavar Gests heitinn skreytti hléð með í laginu "Jói útherji."
Langlundargeð með frammistððu dómaranna leiddi til þess mðrgum áratugum síðar að tekinn var í notkun myndatökubúnaðuar, sem menn vonuðu að myndi bæta dómgæsluna, en svo virðist, sem ástandið hafi lítið lagast. aatriði sem halda áfram að verða hluti af leiknum og þar með hluti af leikvellinum.
Leikmenn halda í gangi trixum til að "fiska" víti og skapa vafasama dóma.
Óborganleg atvik eins og samskipti Hemma Gunn og Magnúsar Péturssonar hér í den halda áfram að gerast. Varnarmaður braut harkalega á Hemma sem hrasaði og missti af boltanum, féll við og kvartaði hástöfum við Magnús, sem hristi hausinn og blés ekki í flautuna.
"Það var ekki að sjá á viðbrögðum þínum, að þetta væri brot" sagði Magnús þegar Hemmi kvartaði hástöfum.
Eftir skamma stund gerðist svipað atvik, nema öllu harkalegra í þetta sinn, því að nú kútveltist Heimmi eftir grasinu og veinaði við.
En aftur dæmdi Magús ekkert.
"Sástu þetta?" hrópaði Hemmi þegar hann hljóp til Magnúsar. "Ætlarðu virkilega ekki að dæma á þetta?"
Magnús svaraði að bragði, ákveðinn á svip: "Hermann Gunnarsson, ekkert skuespil hér!"
Viðurkennir að Liverpool átti að fá víti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dómarar voru alla jafnan hin bestu skinn, það voru helvítis línuverðirnir sem voru óþolandi,
Bjarni (IP-tala skráð) 26.12.2023 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.