"Fráleit spá" að rætast?

Í upphafi stríðsins sem nú geysar á Gasassvæðinu var því varpað fram, að hugsanlega gætu drápshlutfðllin milli stríðsaðila orðið 1 á móti 10, þ.e. að í hefndarskyni myndi það verða háð með svipuðum drápshutföllum og fyrri átök.  

Viðbrögðin við þessum vangaveltum urðu vantrú. Ísraelsmenn myndu ekki fara út í það að drepa 14 þúsund manns. 

En nú er að koma í ljós að þessi tilgáta var ekki aðeins rétt, heldur of varfærnisleg.  

Í upphafi lýsti Netanyahu því yfir sem grundvallar samlíkingu, að Hamasmenn væru "meindýr" sem bæri að útrýma. Svipuð viðhorf gagnvart Gyðingum lét Adolf Hitler í ljósi við upphaf Helfararinnar. 


mbl.is Segir marga mánuði eftir af stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hví að kalla gagnárás Ísraelsmanna hefndaraðgerðir. Það er alröng skilgreining. Þeir eru að verja land sitt fyrir árásarmönnum, sem herjað hafa á þá svo tugum ára skipir og nú verður ekki unað við lengur því nú beita þeir háþróuðum vopnum frá Íran.

Nú er því nauðsynlegt fyrir Ísraelsríkis að eyða þeim eða tortímast sjálfir.

Markmið bæði Hamas og Íran er að útríma Ísrael.

Hefðir þú kallað klippingar á togvíra enskra togara í landhelgisstríðinu hefndaraðgerðir?

Markmið Gyðinga sem lifðu í Evrópu á Hitlerstímanum var aldrei að útríma Þjóðverjum og Þýskalandi. En þá eins og nú á flestum sviðum, sköruðu þeir fram úr.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.12.2023 kl. 10:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Strax seint á 19. öld ræddu stórveldin það í fúlli alvöru að "gefa" Gyðingum Uganda til búsetu og eignar. Fáránleiki slíkrar stefnu stingur í augu. Búseta Palestínumanna hafði þá staðið mörgum öldum lengur í Palestínu en búseta þeirra Gyðinga, sem litu á þetta land sem hið fyrirheitna land samkvæmt Guðs vilja. 

Ómar Ragnarsson, 28.12.2023 kl. 16:50

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

14 þúsund?

Þú gerir þér grein fyrir því að Hamas liðar eru eitthvað nær því að vera 40 þúsund, er það ekki?

Það þarf að klára þetta.  Það er ekkert gæfulegt að hætta við byrjað vrk, ekki einu sinni hálf-klárað.

Síkt veldur bara vamdræðum seinna meir.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.12.2023 kl. 17:50

4 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Gústaf Adolf Skúlason ritar pistil á blog.is þann 4.11.2023. Þar segir hann frá bók sem heitir, Palestina ex Monumentis Veteribus Illustrata. Höfundurinn Adriani Rilandi var landfræðingur.

Bókarhöfundur heimsótti tæplega 2.500 byggðir sem getið er um í Biblíunni. En bókin var rituð árið 1695.

Þá vissu allir að uppruni landsins Palestínu var land Gyðinga. Flestir íbúanna voru þá gyðingar, næstum allir aðrir voru kristnir, mjög fáir múslímar, aðallega bedúínar.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.12.2023 kl. 17:58

5 identicon

Þjóð sem hefur stundað landvinningastríð í 80 ár getur ekki sagst vera í varnarstríði.  Þvæla einstakra afglapa og einfeldninga um að Ísrael sé að verja sig er rakalaus þvættingur.

Annars merkilegt að Ísraelar hafa tekið upp 10 fyrir 1 stefnu nasista.  Margt eiga þeir sameiginlegt.  Báðir telja sig þurfa lebensraum, svarið er ofbeldi.  Telja sig öðrum æðri, réttlætir morð á untermenchen.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.12.2023 kl. 19:12

6 identicon

Gyðingar bjuggu víða um Austurlönd svo árþúsundum skiptir. Yfirleitt fengu þeir að vera í friði en þurftu að greiða múslimum skatt sem annars flokks borgarar. T.d. var gyðinganýlenda í Alexandríu frá þriðju öld f. Kr. Í Mesapótamíu (Irak) bjuggu Gyðingar frá fimmtu eða sjöttu öld f. Kr. Einnig bjuggu Gyðingar í Jemen. Sagt er að yfir 800.000 Gyðingar hafi búið í Arabalöndum fyrir miðbik síðustu aldar, nú má kannski telja þá á fingrum sér.

Eftir síðari heimsstyrjöld voru á annan tug milljóna Þjóðverja sem bjuggu fyrir austan Oder/Neisse reknir þaðan alslausir. Voru þeir allir stríðsglæpamenn? Hvernig væri ástandið ef þeir hefðu verið geymdir í áratugi í flóttamannabúðum?

Fyrir nokkrum mánuðum voru á annað hundrað þúsund Armenar reknir frá Nagorno Karabak þar sem þeir hafa búið frá ómunatíð. Hver kærir sig um þá?

Fyrir nokkrum vikum kom fram í fréttum að verið sé að flytja um tvær milljónir Afgana, sem búið hafa áraraðir "ólöglega" í Pakistan, aftur til síns heima og hús þeirra jöfnuð við jörðu með jarðýtum. Hver ræðir nú um það?

Hundruð þúsundir "Palestínumanna" hrökluðust frá heimkynnum sínum fyrir miðja síðustu öld, í stríði Araba og Gyðinga. Sumum bauð Faruk Egyptakóngur að dveljast á Gasa í nokkrar vikur, þeir eða afkomendur þeirra eru þar enn. Aðrir flýðu til bræðra sinna í nágrannalöndunum þar sem þeir voru settir í flóttamannabúðir. Þar eru þeir eða afkomendur þeirra enn, ef þeir eru ekki komnir til Evrópu.

Palestínski sálfræðingurinn, Ahmad Mansour, kallaði samlanda sína "Keuscheltiere" (koddabangsa?) "góða fólksins" í Evrópu í einhverju viðtali, hann nýtur nú stöðugrar verndar lögreglu vegna morðhótana.  

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.12.2023 kl. 22:39

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Nazistar Þriðja Ríkisins vildu ná heimsyfirráðum sem æðsti kynþátturinn. Nú eru kynþættir aðallega skilgreindir sem menningarfyrirbæri og því mætti skilgreina Gyðinga þannig, þótt erfðafræðin sé þar ekki til grundvallar. Í bók Arthúrs Björgvins Bollasonar, "Ljóshærða villidýrið" sem kom úr 1990 er því mjög vel lýst hvernig aríaspekin varð að trúarbrögðum meðal nazista og hún var raunar viðurkennd þá um öll Vesturlönd, en átti í þónokkru stríði við aðrar hyggjur, eins og kristni, húmanisma, spíritisma og fleira.

Aríaspekin er talin hafa verið fundin upp af Arthur de Gobineau, eða færð í letur og gerð viðurkennd sem vísindagrein, rétt eins og femínismi og kynjafræði eru núna, þótt umdeild séu.

Þetta er mjög góður pistill hjá Ómari, margir hafa bent á þessi líkindi.

Kristnin eða gyðingatrú eru auðvitað mun eldri trúarbrögð, og hvergi í ritum Gobineaux held ég að sé fyrirskipun um að Þjóðverjar ættu að eigna sér Rússland, Austurríki eða Pólland. Útþenslustefna er þess eðlis að stjórnmálamenn fylla í eyður og ýkja dæmið.

Þrátt fyrir að hægt sé að finna texta í Biblíunni sem réttlætir zíonisma og að þetta land tilheyri Gyðingum þá kemur á móti allskyns kærleiksboð í Biblíunni, eins og að þeir eigi að vera góðir við fólkið sem er fyrir í landinu. Stjórnmálamenn hunza það oft eða vilja ekki taka eftir.

Jónatan Karlsson og Óskar Helgi Helgason komu með áhugaverðar lausnir á stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs, að alþjóðasamfélagið úthluti Gyðingum annaðhvort Brooklyn og Neðri Manhattan ellegar þá landsvæði Yakutia í Rússlandi. Það verður nú sennilega aldrei samþykkt samt, vegna þess hversu rótgróin þessi deila er.

Þessi lausn þeirra myndi fela í sér að Gyðingar færu og Palestínumenn yrðu eftir.

En trúin kemur í veg fyrir það.

En að koma með svona tillögur er samt ágætt.

Ingólfur Sigurðsson, 28.12.2023 kl. 23:44

8 identicon

Það er ekki bara Biblían sem segir landið vera eign Gyðinga.  Það stendur einnig í Kóraninum að Allah hafi gefið Gyðingum þetta land.

Jóhannes (IP-tala skráð) 30.12.2023 kl. 02:28

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir að fræða okkur um þetta Jóhannes. Ég á Kóraninn en hef ekki lesið hann eins vel og Biblíuna. Þetta fór framhjá mér. Þetta útskýrir í raun margt um hvað staðan er erfið. En gæti verið ástæða fyrir Palestínumenn að láta af sínu. Hvaða land á þá að finna fyrir þá?

Ingólfur Sigurðsson, 30.12.2023 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband