Tvö gullmörk Arons, eins og klippt út úr spennusögu.

Mörkin tvö sem Aron Pálmarsson skoraði á síðustu mínútum leiksins við Serbíu komu eftir að honum hafði verið skipt inn á. 

Aron hefur að baki stöðu burðaráss í landsliðinu bæði í vörn og sókn, auk þess sem álagið á honum á atvinnumannsferlinu var orðið svo sjúklega erfitt og krefjandi, að það var farið að bitna á honum í formi meiðsla og leikþreytu. 

Hann söðlaði því um og fékk þægilegra prógramm sem gerði honum smám saman kleift að ná þeim árangri, sem blasti við í blálok leiksins i gær, að koma inn á ögurstundu leiksins og snúa honum úr beiskum ósigri í einhvern eftirminnilegasta viðsnúning sem menn muna. 

Aron Pálmason, þökk fyrir eitt af stærstu augnablikum íslenskrar handboltasögu. Svona geta aðeins snillingar framkvæmt.   


mbl.is Hvað í fjáranum Aron Pálmarsson?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband