13.1.2024 | 21:43
Tóku Íslending á þetta.
Hafi mörgum fundist þeir aldrei upplifað annað eins í lok leik Íslendinga og Serba í gærkvöldi, verður slík fullyrðing að standast leiðréttingu í kvöld; við höfum aldrei upplifað annað eins tvö kvöld í röð eins og nú er raunin.
Á rúmri mínútu í leikslok misstu Norðmenn niður tveggja marka forskot og fyrsta stig Norðmanna á stórmóti af þessu tagi var skyndilega staðreynd.
Í báðum leikjunum hjálpuðu einstaklingsmistök til við að skola stigi til frændþjóðanna norrænu utan af Norður-Atlantshafi.
Lengi hefur haldist líf í hugtaki í handboltanum hjá okkur, þar sem talað er um að taka Júgga inn í spilið.
Kannski er komið tilefni til að tala um það að "taka Íslending" á þetta?
Færeyingar komu til baka og náðu í stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Á rúmri mínútu í leikslok misstu Norðmenn niður tveggja marka forskot og fyrsta stig Norðmanna á stórmóti af þessu tagi var skyndilega staðreynd. “
Er þetta ekki eitthvað skrýtið?
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.1.2024 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.