Blönduð leið í Eyjum fyrir hálfri öld. Flóknara og stærra í Grindavík?

Þótt útlitið í Eyjagosinu 1973 væri dökkt til að byrja með römbuðu menn á lausn vandans sem réðist af mjög sérstæðum aðstæðum. 

Í Eyjum var um tiltölulega lítið gos að ræða, sem fljótlega var aðeins í gangi í einum afmörkuðum gíg á upphaflegu gígsprungunni. 

Lögun hraunsins og þykkt gerði mögulegt að bjarga ótrúlega miklu með gríðaröflugri vatnsdælingu. 

Nú þegar sést vel að viðfangsefnið í Grindavík er miklu stærra og flóknara með bæjarstæðið krosssprungið og illvígt viðureignar. 

Þara að auki eru afdrif Svartsengis enn óráðin. Og kvikugangurinn, sem liggur í gegnum sjálft bæjarstæðið, er alls um 15 kílómetra langur, margfalt lengri en upprunalegi kvikugangurinn í Eyjum.  Og í ofanálag bíða fjórir aðrir eftir því að koma síðar til skjalanna á öllum skaganum á næstu áratugum og öldum. 


mbl.is Hraunið runnið yfir varnargarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband