16.1.2024 | 22:59
"Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði"?
Þessi setning hefur verið höfð eftir Ólöfu ríku Loftsdóttur þegar bóndi hennar hafði verið drepinn og gætu kannski átt við eftir hrakfarir íslenska karlalandsliðsins í kvðld.
Nýrri setningu væri hægt að bæta við: "Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."
Er ekki rétt farið með að meðal þjóða, sem eru sárar leiknar en Íslendingar, eru lið á borð við Spánverja, sem hafa úr enn hærri söðlum að detta og eru með síst skárri kosti í boði?
Það er einboðið, að nota leikina, sem Íslendingar eiga eftir að leika, til þess að vinna sig áfram út úr stöðunni, sem er þó í boði.
Hver mistökin á fætur öðrum gegn Ungverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólöf ríka átti Bjöen sem breskir drápu á Rifi
Flosi Kristjánsson, 17.1.2024 kl. 09:40
Kær þökk fyrir ábendinguna um mistök í texta, sem hafa verið leiðrétt.
Ómar Ragnarsson, 19.1.2024 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.