Til lítils að svekkja sig nú yfir hlutdrægum dómurum.

Íslenska landsliðið sýndi það í leiknum við Þýskaland að þáð getur, ef rétt er á haldið, vel átt erindi í hóp sterkustu handboltaþjóða heims. 

Í lýsingu sinni á leiknum lýsti Einar Örn Jónsson fram á það hvernig lélegir dómararar sýndu margsinnis hlutdrægni í dómum sínum og kórónuðu það með því að leyfa Þjóðverjum að nýta sér ólöglegar aðferðir á síðustu mínutu leiksins.  

Þetta er svekkjandi, en fánýtt að vera að eyða dýrmætum tíma nú í að sökkva sér ofan í slíkt þegar aðalatriðið er að vinna jákvætt úr reynsluna af hinum tímabæra og gagnlega leik liðs okkar; besta leik okkar hingað til á mótinu. 


mbl.is Aron: Þetta fór mikið í taugarnar á mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Enda dvaldi okkar albesti handbolta lýsandi ekki lengi við þessi né önnur "mistök" hjá dómurunum þó að hann segði réttilega að þetta væri bara röng ákvörðun

Grímur Kjartansson, 20.1.2024 kl. 11:03

2 identicon

Við styðjum strákana okkar í blíðu og stríðu. Þeir bjóða upp á skemmtilega leiki. Við skulum líka muna, Spánverjar fóru heim. Handboltinn er þannig að maður veit aldrei hvernig fer fyrr en flautað er til leiksloka.

Dómgæslan hefur breyst með tilkomu myndavélanna og möguleika dómara til að vera vitrari eftir á.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2024 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband