Djúpavatn er skammt frá Trölladyngju og liggur við kvikjukerfi sem kennt er við Krýsuvík.
Ein sviðsmyndin á Reykjanesskaganm kann að vera sú, að þð komi að því að storknuð kvika loki fyrir leið kvikunnar við Grimdavíkk og að ný leið fyrir miðju eldsumbrotanna opnist austar.
Hvimleiður misskilngur veður stanslaust uppi um ýmsar staðreyndir varðandi heiti þeirra staða og svæða sem nefnd eru í fréttum.
Í frétt um jarðskjálftann við Djúpavatn var í ljóavakamiðli sagt frá því að jarðskjálfti hefði orðið "við Djúpavatn á Reykjanesi."
Er engu líkara en að stór hluti blaða- og fréttamanna haldi að allt sem er fyrir sunnan Hafnarfjörð sé "á Reykjanesi."
Hið rétta er, að Reykjanes er ysti tanginn á Reykjanesskaganum, og að til dææmis er nesið í meira en 30 kílómetra fjarlægð í loftlínu frá Djúpavatni.
Og það er um 50 kílómetra akstur frá Reykjanesi til Djúpavatns.
Iðulega kemur fyrir, að blaðamenn telja að Sandskeiðið sé á Hellisheiði, þótt rúmlega 20 kílómetrar sé á milli og að þessir tveir staðir séu ekki í sama sveitarfélagi.
3,3 stiga skjálfti við Djúpavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega er kvika undir öllu þessu svæði-misdjúpt-sem nú hefur mestan óróleikann. Þegar gosið var við Litla Hrút gekk ég upp frá Krókamýri á Selvallafjall- sem er skammt norðan við-til að horfa til gossins. Á Selvallafjalli hitnuðu fjallaklossarnir þannig að ólþol var að vera þarna-jarðvegurinn snarpheitur viðkomu. Ekki hefur verið langt í kviku þar. Ég kom mér burt og heim. Sennilega hefur þarna undir verið kvikugangur tengdur Litla Hrút og því svæði. Nú er orðin meiri þrýstingu þarna- sennilega-sem og í Brennsteinsfjöllum um Hvalhnúk í Stóra Kóngsfell . Spennandi tímar.
Sævar Helgason, 2.2.2024 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.