Minnir dálítið á stöðu Íslands 2008.

Í ágúst 2008 benti Gunnar Tómasson á það að skuldastaða Íslendinga væri orðin ósjálfbær og nefndi svakalegar tölur því til stuðnings. Ef rétt er munað var skuldabyrðin þreföld árleg þjóðarframleiðala okkar. 

Á þessum tíma, aðeins nokkrum mánuðum fyrir Hrunið, skall á alager þögn um þessar ábendingar Gunnars, vegna þess að menn héldu að það myndi skemma fyrir orðstír landsins að halda þeim á lofti. 

Hið rétta í málinu kom endanlaga ljós hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þegar síðla árs 2006 hafði munað hárbreidd að hin risavaxna sápukúla íslensku bankanna spryngi.  

Ástandið, sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsir nú varðandi fjárhagsstöðu Bandar´íkjanna, minnir dálítið óþægilega á þetta. 


mbl.is Skuldastaða Bandaríkjanna ósjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skuldir ríkissjóðs, og þar með Íslendinga, var mjög góð 2008. Sú skuldastaða var í engu sambærileg við ríkissjóð BNA í dag.

Hinsvegar voru skuldir einkaaðila á Íslandi gríðarlegar 2008. En það voru ekki skuldir Íslendinga þó ákveðnir aðilar hafi viljað gera þessar skuldir einkaaðila að skuldum íslensku þjóðarinnar, þú meðal annarra.  Sem betur fer voru til Íslendingar sem stóðu í lappirnar og þið fenguð ekki ykkar fram. Geri ráð fyrir þú hafir á endanum verið sáttur við að aðrir höfðu vit fyrir ykkur.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.2.2024 kl. 17:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í skrifum mínum frá þessum tíma kemur glöggt fram andstaða mín við Icesavesamningana. Sterkustu mótrökin voru fólgin í því, að það væri argasta óréttlæti fólgið í því að miðað við höfðatölu skyldu Íslendingar kúgaðir ril að greiða 25 sinnum hærri upphæð hver en Bretar og Hollendingar. 

Á þessum forsendum studdi ég framtak forseta Íslands, sem hann innti af hendi með glæsibrag á þann hátt, að ráðrúm gafst til fyrir okkur að ná vopnum okkar, tíminn varð okkar sterkasti bandamaður. 

Ómar Ragnarsson, 6.2.2024 kl. 23:07

3 identicon

Ég man eftir þínum skrifum 2008 þar sem þú krafist að Íslendgar öxluðu Ícesave og aðrat skuldingar sem þeim var óviðkomandi.  Þú varst þar í hópi með Agli Helgasyni, Þórólfi Matthiassyni í HÍ, VG og Samfó.  Ykkur öllum til ævarandi skammar.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.2.2024 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband