500 MW risagufuaflsvirkjun í Krýsuvík sem fyrst?

Fyrir nokkrum misserum gaf Grindavík út framkvændaleyfi fyrir gerð nýrrar gufuaflsvirkjunar í Eldvörpum suðvestur af Svartsengi. 

Sú virkjun á að taka gufuafl úr orkuhólfi, sem er sameiginlegt fyrir bæði Svartsengi og Eldvörp. 

Núverandi öflun gufuorku í Svartsengi felur í sér fyrirbærið "ágeng orkuöflun" sem fellur undir hugtakið rányrkja. 

Með því að bæta virkjun í Eldvörpum við hana verður einfaldlega flýtt fyrir því að öll orka þessa svæðis verði uppurin á örfáum áratugum. 

Nú hefði mátt halda að svona hugmynd myndi dofna eitthvað við eldgosin á þessu svæði. 

En það er nú öðru nær. 

Í þættinum Vikulokunum í morgun talaði Jón Gunnarsson ákveðið fyrir því að réttustu viðbrögðin við jarðeldunum á Reykjanesskaga séu að slá sem duglegast í virkjanaklárinn og nefndi í því sammbandi hugmyndir sem settar hafa verið fram um langstærstu gufuaflsvirkjunina á Reykjanesskaganum, sem samkvæmt opinberum gögnum þar um yrði 500 megavött, eða nær tvöfalt stærri en núverandi stærð Hellisheiðarvirkjunar!  

Nú virðast margir samkvæmmt þessu vera orðnir svo sannfærðir um nauðsyn sem mestra virkjanaframkvæmda, að búið er að gera þetta að hálfgerðum trúarbrögðum.  


mbl.is Orkuver í Svartsengi á öruggari stað en fyrir gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu ber að taka tillit til eldgosa hvað varðar virkjun. Það virðist vera meirihluti fyrir því að Alþingi að við þurfum að virkja meira til þess að geta flýtt orkuskiptum. Það þýðir að, að því leiti erum við að ganga á náttúruna. Þarna þarf jafnvægi. Öfgar í báðar áttir eru slæmar. Það þarf að vanda vegferðina. 

Sigurður Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2024 kl. 04:16

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Annars kæmi mér það mjög á óvart að Jón Gunnarsson myndi mæla með virkjun í Krýsuvík ef málið yrði skoðað nánar. Hann myndu örugglega hlutsta á Þorvald Þórðarson en þeir báðir spiluðu sem markmenn hjá Stjörhnunni á sínum tíma. Jón er hins vegar mikill virkjunarsinni. 

Það eru hins vegar fleiri dæmi sem þarf að meta. Í janúar 2023 tilkynntu  oddvitar tveggja flokka í Reykjavík,  Dagur B. Eggertsson  Samfylkinguna í Reykjavík, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir að byggja ætti lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Það skiptir engu Þótt Símens hafi á sínum tíma metið það raunhæft verkefni ef Íslendingum fjölgaði í 5 milljónir, og ferðamönnum í 10 milljónir. Svona fjárhagslegt mat er ekki sterka hliðin hjá þeim. En Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, hafi áður bent á að fólki væri varla alvara að byggja lest á svæði sem væri að virkjast aftur sem virkt eldfjallasvæði. Undir þetta mat Dags og Þórdísar tók svo skrifstofustjóri í Innviðaráðuneytinu. Þau hjúin eru síðan áfram áfjáð að flugvöllur í Hvassahrauni þrátt fyrir gosóróleika. Það væri gaman að heyra skoðanir þínar Ómar á þessum áætlunum Samfylkingarinnar í Reykjavík. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.2.2024 kl. 05:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú skoðun mín hefur legið fyrir opinberlega í ræðu og riti síðasta aldfjórðung að Reykjavíkurflugvöllur verði efldur á núverandi stað og þegar í stað slegnar af hugmyndir um flugvöll á hraunfláka sem heitir Almenningur/Rjúpnadalahraun en ekki Hvassahraun, þótt fylgjendur hans kalli þetta hugsanlega flugvallarstæði Hvassahraun. 

Ómar Ragnarsson, 11.2.2024 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband