16.2.2024 | 06:17
Smalað til slátrunar á Gaza ?
Þegar horft er yfir vettvang stríðsins milli Ísaelsmanna og Palestínu sést vel að Netanjahu er staðráðinn í að klára það fyrirfram yfirlýsta ætlunarverk sitt að króa Hamasfólkið af eins og dýr, sem leidd eru til slátrunar.
Fyrstu orð Netanjahu þegar Hamas gerðu hryðjuverkaárás í haust voru þau, að árásarmönnunum yrði útrýmt eins og hverjum meindýrum og nú þegar hafa Ísraelsmenn hrakið Hamasfólkið út í horn á landiskika þar sem flóttafólkið er innikróað og kemst ekki úr þessari prísund, enda því líkt við skriðkvikindi og glæpahyski.
Í upphafi stríðsins var það ágiskun síðuhafa að manndrápin í þessu nýjasta stríði yrðu í svipuðum hlutfðllum og verið hafa í fyrri átökum; að fyrir hvern Ísraelsmann, sem drepinn yrði, myndu verða drepnir tíu sinnum fleiri Palestínumenn.
Spáin hefur þegar reynst röng, því að hlutfðllin eru orðin allt að 1:20, og aðalætlunarverkið samt eftir.
Færeyingar mótmæla við íslenska sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hamasfólkið? ... sumir kunna ekki að skammast sín. Þú ert væntanlega að tala um þá sem myrtu, limlestu og nauðguðu Ísraelum í byrjun október... að nota orðið “fólk” um þessi skítseyði er móðgun við tungumálið.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.2.2024 kl. 10:20
Maður verður að virða það við Netanjahú að hann stendur við orð sín, hvað sem öðru líður.
Nú þurfa stjórnvöld á íslandi að fara ða ákveða hvaða annan útlenda morðingjahóp þau hyggjast dæla skattfé okkar íslendinga í.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2024 kl. 14:43
Í fyrrakvöld sá ég á þýskri sjónvarpsstöð, ARTE(?) myndskeið frá neðanjarðarbyrgi Hamas á Gasa. Þetta voru vandaðar vistarverur með miklum þægindum. Létu íbúarnir vel af vistinni þar enda höfðu Ísraelsmenn einungis náð til um 20% af þessum mannvirkjum. Og ekki voru þeir alveg blankir, sýndu stóra böggla af samanbundnum seðlum. Ekki kom fram hvort það voru dollarar eða einhver önnur mynt.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.2.2024 kl. 14:53
Þú vilt væntanlega að Sema og hennar hyski færi okkur fleuri svona kóna?
Páll Magnússon
XXX (IP-tala skráð) 18.2.2024 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.