Unun að hlusta og horfa á Laufey. Ótrúleg tilviljun varðandi "Misty".

Eftir að hafa notið þess að hlusta á hið stórgóða viðtal Óla Palla í útvarpi við Laufey fyrir nokkrum dögum, dundi ótrúleg tilviljun yfir í fyrrakvöld. 

Síðuhafi hefur yndi af því að hlusta á góða tónlist í gegnum Youtube og skoða jafnframt fróðleg gðgn um tónlistina og flytjendur hennar. 

Í fyrrakvöld hlustaði ég á söngvara frá sjötta áratug síðustu aldar, svo sem Bobby Darin, Pat Boone, Nat King Cole, Mario Lanza og Johnny Mathis. 

Sumt, sem grautað var í, reyndist fróðlegt, svo sem það að 1956 var Johnny Mathis á góðri leið með að komast sem keppandi í hástðkki á Ólympíuleikunum.  En á sama tíma stóð hann líka á tímamótum í uppha

fi tónlistarferils síns, og varð að velja á milli þessara tveggja koasta. 

Sem betur fer valdi hann tónlistina, komst með fyrstu plötu sína ofarlega á sölulistana og aflaði sér vinsælda, sem enn haldast. 

Háa áttundin, sem hann tekur inni í laginu "Misty" ofan frá, þegar lætur rödd sína líkt og falla hátt af himni ofan, er fágæti í tónlistarsögunni. 

En á sama augnabliki og ég er uppnuminn í þessari guðdómlegri tónlist í heyrnartólum tölvunnar, kveikir konan mín á sjónvarpinu, og viti menn; ljómar ekki Laufey þar ekki á skjánum að synga sama lagið á franskri sjónvarpsstöð!! 

Þessi upptaka er Laufey eins og hún verður best. Hún situr ein við flygil í íbúð sinni erlends, ekkert annnað hljóðfæri, eins einföld en jafnframt hnitmiðuð upptaka myndar og hljóðs.  

Örlítil áhrif frá Ellu Fitzgerald, sem vottar fyrir; Laufey fer ekkrt í launkofa með aðdáun sína á bestu söngkonum frá ýmsum tímum. 


mbl.is Sungu með Laufeyju frá fyrsta tóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Skemmtileg tilviljun, en líka öruggt að Laufey og systir hennar eiga eftir að gera garðinn frægan með þessari seyðandi fallegu tónlist hennar.

Jónatan Karlsson, 4.3.2024 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband