Tákn þess að Ísland stefnir í í að verða tvðfalt borgríki eða 2 x VBS (FUA).

Fyrir rúmum áratug var það reifað hér á síðunni að Ísland væri að vaxa úr því að vera borgríki upp í það að vera tvöfalt borgríki eða borgarsvæði, kennd við Reykjavík og Akureyri. 

Var þetta nýja mat byggt á fróðlegum fyrirlestri, sem prófessor frá Háskólanum á Akureyri hélt í Reykjavík um hugtakið FUA sem er ensk skammstðfun á hugtakinu Functional urban area, virkt borgarsvæði. 

Skilyrði fyrir þessu væru tvö:

Minnst 15 þúsund íbúar. 

Minna en 45 mínútna ferðatími frá miðju til jaðars.

Nú má sjá þetta á ný í íslensku dagblaði í umfjðllun sem fjallar um Akureyri sem borgarsamfélag. 

Frétt í dag um 150 ný hraðhleðslustæði fyrir rafbíla er svolítið í stíl við það ef benni væri bætt við sem þriðja skilyrðið. 

 


mbl.is Yfir 150 ný hraðhleðslustæði innan tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er ekki einu sinni einfalt borgríki og hefur aldrei verið borgríki. Borg eða borgir í ríki gerir það ekki að borgríki. Nýstárleg heimatilbúin skilgreining á FUA breytir þar engu.

Vagn (IP-tala skráð) 19.3.2024 kl. 12:25

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

En hvað með borgara landsbyggðarinnar?

Gunnar Heiðarsson, 19.3.2024 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband