30.3.2024 | 23:53
Getur verið stórmál, en afar vandmeðfarið.
Stórbrotin umfjðllun fjölmmiðla heimsins um eldgosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 reyndist á sínum tíma stórkostleg lyftistöng undir mesta efnahagsuppgang íslenskrar sðgu, jafnvel jafnfætis stríðgróðanum fyrir áttatíu árum.
Nú er byrjað að dreifa stórbrotnum myndum í fjðlmiðlum heimsins og spurning hvaða áhrif það muni hafa. 2010 og 2011 höfðu eldgosin meiri áhrif á flug um allan heim en áður hefur gerst, en núna virðist ekkert slíkt í gangi.
En þetta er engu að síður þegar orðið stórmál í fréttaefni heimsins hvað snertir umfjöllun um það, sem er afar vandmeðfarin og það er áríðandi að rétt sé farið með.
BBC deilir stórbrotnu myndbandi af eldgosinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.