Öxlin er alveg einstaklega flókinn liður.

Það kann að sýnast frekar léttvæg meiðsli að rífa tvö liðbönd í einum lið, en af bæði reynslu síðuhafa að brjóta axlir sínar og slíta liðbönd á æviferli sínum og fræðast í leiðinni af læknum og sjúkraliði um eðli þessara meiðsla, má álykta að slík meiðsli séu yfirleitt verri viðfangs en brot og liðbandaslit á öðrum liðamótum.  

Ástæðan er sú, að axlarliðunum er ætla mun stærra hreyfisvið í allar áttir en öðrum liðum, og til þess þess þarf mun flóknari samsetning á vöðvum og liðböndum.   

Hvað Sveindís Jane snertir, blasir við að hún þarf mikið til að ná upp lengdinni á innköstum sínum, sem er óvenjulega stór hluti af einstökum hæfileikum hennar.  


mbl.is Sveindís reif tvö liðbönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góð ábending. Smá áherslur ég vil tala um liðbönd við liðinn, en ekki í liðnum. Það er hárrétt hjá þér að umhverfi axlarliðs er flókið, svo er einnig um hnjáliðinn. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.4.2024 kl. 06:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þökk fyrir þetta. 

Ómar Ragnarsson, 14.4.2024 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband