16.4.2024 | 15:18
Eins og heimaborg hjá mörgum Íslendingum.
Margur Íslendingur hefur á lífsleiðinni tengst erlendum stöðum á þann hátt, að jafna má við það að standist samjðfnuð við íslenskar slóðir.
Aðeins fjórtán ára varð síðuhafi svo lánsamur að veljast í hóp um þrjátíu gagnfræðskólanema frá Íslandi, sem sæktu alþjóðlega æskulýðsráðstefnu í Kaupmannahofn í boði nýstofnaðs sambands helstu kola- og stáframleiðsluríkja Evrópu.
Íslensku unglingunum var úthlutað gistingu á venjulegum dönsku heimilum í sex vikna dvöl og kynnast með því lífi og viðhorfum heimamanna og soga í sig anda stærstu norrænu borgarinnar.
Ævintýraborg H.C.Andersen og ferðalagið allt á Dronning Alexandrina til Hafnar með viðkomu á þremur stöðum í Færeyjum í himnesku veðri verður okkur öllum ógleymanleg.
Nú, sjð áratugum síðar, er stórbruni í Kaupmannahöfn valdur að því að það að það kemur kökkur í hálsinn á þeim mörgu sem hafa bundist vináttubðndum við borgina við sundið sem var í svo margar aldir hðfuðborg Íslands.
Margir Íslendingar kannast við þá tilfinningu, ef þeir hafa viðkomu í Höfn á leiðinni heim til Íslands, að fer um þá svipuð tilfinning og þegar komið er heim.
Danir í áfalli yfir brunanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi bruni snertir litla strengi hjá mér
Þó fór ég í ógleymanlegan ferð á vegum KFUM og Þóris S. Guðbergssonar
13 ára til Danmerkur 1968 - besta sumar lífs míns
Fór m.a. til Odense heimaborgar H.C. Andersen og var í skóla í Randers
Síðar bjó ég um 10 ár í Lundi Svíþjóð - steinsnar frá Kaupmannhöfn
en þetta er bara bygging ekki fólk
Grímur Kjartansson, 16.4.2024 kl. 22:42
Köben skiptir mig engu máli, hún má mín vegna brenna til kaldra kola og aldrei rísa aftur.
Þetta fyrrum aðsetur kúgarana hefur aldrei í mínum huga verið höfuðborg Íslands, ekki frekar en London var höfuðborg Íra,sem var aldrei annað en aðsetur arðræningja Írsku þjóðarinnar.
Það tók tíma og baráttu að losna undan yfirráðum nýnelnduveldisins en sem frjáls þjóð fórum við úr því að vera en fátækasta þjóð Evrópu í að verða ein sú ríkasta, og það bara á einni öld.
Ísland er eina þjóð Evrópu, og jafnvel heimsins, þar sem íbúar voru færri árið 1800 en þeir voru árið 900, þökk sé nýlendukúgun dana, ásamt öðru.
So fuck off dönsku djöflar.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.4.2024 kl. 00:43
Danir eru ekki fjölmenn þjóð þeir hafa þó átt vísindamenn, heimspkinga, listamenn og skáld í framstu röð.
Ég er þeirrar skoðunar að yfirráð Dana hafi bjargað þjóðerni okkar. Án þeirra hefðu Englendingar fyrir löngu lagt landið undir sig og þá væri Íslenska og íslensk þjóð ekki til.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.4.2024 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.