Ólýðræðislegur og ranglátur "þröskuldur."

Samkvææmt skoðanakönnunum eru Vinstri grænir nú dottnir inn í einhvers konar limbó varðandi það að detta út af þingi. Og í hverri skoðanakönnuninni eftir aðra eru sósíalitar í slíku ástandi. 

4,4 prósent kjósenda eru um það bil 10 þúsund manns, og þessir tveir flokkar verða að sæta því að vera í raun rændir því þingfylgi, sem þeir ættu að hafa með réttu.  

Ástæðan er sú, að þegar síðasta breytingin á kjördæmaskipaninni var gerð um síðustu aldamót, fengu fulltrúar stóru flokkanna þessu framgengt. 

Svona þröskuldar eru að vísu til erlendis, en enginn er hærri en sá íslenski.  


mbl.is Miklar fylgissveiflur forsetaefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vandamálið er að of margir einsstefnu smáflokkar hrúgast inn á þing alls staðar

sem veldur því að illmögulegt er að mynda starfshæfa ríkisstjórn víðast hvar

Það er mun betra að umræður og stefnumótun fari fram í grasrót stjórnmálflokka en inni á Alþingi á okkar kostnað

Grímur Kjartansson, 30.4.2024 kl. 05:53

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Atkvæði greitt Vg er illa varið, hvernig sem á það er litið.

Jónatan Karlsson, 30.4.2024 kl. 09:33

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þriðji smáflokkurinn Samfylkingin var nær því þurrkaður út, slíkt gæti gerst aftur. 

Sigurður Þorsteinsson, 30.4.2024 kl. 19:04

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig minnir að þetta kerfi hafi þeir heimtað sjálfir.

Eða var það bara Samfylkingin?

Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2024 kl. 20:18

5 identicon

2006 sagði Steingrímur J. Sigfússon mér að fulltrúar stóru flokkanna þvingað þetta fram.  

Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 21:59

6 identicon

Það keppist hver af öðrum við að fimbulfamba um að fái flokkur ekki fimm prósent fylgi á landsvísu falli hann af þingi. Það er einfaldlega kjaftæði. Fái flokkur ekki fimm prósentin fær hann ekki landskjörinn þingmann. Hins vegar er ekkert lágmark sem kemur í veg fyrir að flokkurinn fái kjördæmakjörinn mann og það má vera aum frammistaða VG ef kjördæmakjörinn þingmaður næst ekki amk. í Reykjavíkurkjördæmunum.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband