29.4.2024 | 23:53
Ólýðræðislegur og ranglátur "þröskuldur."
Samkvææmt skoðanakönnunum eru Vinstri grænir nú dottnir inn í einhvers konar limbó varðandi það að detta út af þingi. Og í hverri skoðanakönnuninni eftir aðra eru sósíalitar í slíku ástandi.
4,4 prósent kjósenda eru um það bil 10 þúsund manns, og þessir tveir flokkar verða að sæta því að vera í raun rændir því þingfylgi, sem þeir ættu að hafa með réttu.
Ástæðan er sú, að þegar síðasta breytingin á kjördæmaskipaninni var gerð um síðustu aldamót, fengu fulltrúar stóru flokkanna þessu framgengt.
Svona þröskuldar eru að vísu til erlendis, en enginn er hærri en sá íslenski.
Miklar fylgissveiflur forsetaefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamálið er að of margir einsstefnu smáflokkar hrúgast inn á þing alls staðar
sem veldur því að illmögulegt er að mynda starfshæfa ríkisstjórn víðast hvar
Það er mun betra að umræður og stefnumótun fari fram í grasrót stjórnmálflokka en inni á Alþingi á okkar kostnað
Grímur Kjartansson, 30.4.2024 kl. 05:53
Atkvæði greitt Vg er illa varið, hvernig sem á það er litið.
Jónatan Karlsson, 30.4.2024 kl. 09:33
Þriðji smáflokkurinn Samfylkingin var nær því þurrkaður út, slíkt gæti gerst aftur.
Sigurður Þorsteinsson, 30.4.2024 kl. 19:04
Mig minnir að þetta kerfi hafi þeir heimtað sjálfir.
Eða var það bara Samfylkingin?
Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2024 kl. 20:18
2006 sagði Steingrímur J. Sigfússon mér að fulltrúar stóru flokkanna þvingað þetta fram.
Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 21:59
Það keppist hver af öðrum við að fimbulfamba um að fái flokkur ekki fimm prósent fylgi á landsvísu falli hann af þingi. Það er einfaldlega kjaftæði. Fái flokkur ekki fimm prósentin fær hann ekki landskjörinn þingmann. Hins vegar er ekkert lágmark sem kemur í veg fyrir að flokkurinn fái kjördæmakjörinn mann og það má vera aum frammistaða VG ef kjördæmakjörinn þingmaður næst ekki amk. í Reykjavíkurkjördæmunum.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.