Fróðleg skýrsla um skipulag norrænna borga.

Þórarinn Hjaltason greinir frá því í Morgunblaðsgrein að hann hafi kynnt sér skipulag tuga borga í Ameríku og það hafi hreyft við skoðunum hans á skipulagsmálum. 

Hér skal því bætt við, að hjá Samtökum norrænna borg var unnin afar merk og skýr skýrsla um skipulag sextán borga á Norðurlöndum. 

Sex þessarar borga eru mun stærri en Reykjavík en níu borgi álíka stórar. 

Niðurstaða skýrslunnar stangast hressilega á þá fullyrðingu að Reykjavík, hvort sem það er borgin sjálf eða höfuðborgarsvæðið í heild, skeri sig alvarlega úr hvað snertir dreifingu byggðar hjá erlendum borgum. 

Þvert á móti er Reykjavík álíka dreifð og borgir á Norðurlöndum, sem eru álíka stórar, en þær eru níu í skýrslunni. 

Á hinn bóginn eru stóru norrænu borgirnar sex, sem eru í skýrslunni allar þéttbýlli. 

Skýrslan, sem var gerð fyrir aldarfjórðungi, sýnir að vísu aldarfjórðungs gamla mynd af, en það gæti kannski gert það nytsamlegt að kanna, hvort og þá hvað hafi breyst síðan um síðustu aldamót. DSC00740 


mbl.is Vond lykt eftir verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband