Allir bílar þurfa rafmagn.

Ekki var að spyrja að því að margskonar sögusagnir fóru af stað þegar fréttist af því að nýr bíll hefði brunnið í Vesturbænum. Minntu margar þeirra á svipað umtal fyrir fimm árum, þegar stærsti bílahússbruni á Norðurlöndum varð í Stavanger. 

2019 lögðu margir saman tvo og tvo og fengu það út, sem nýjasta dæmið um stórhættu af rafbílum, að slökkvilið Reykjavíkur hefði sett á fót neyðarnámskeið hjá sér vegna þessarar miklu ógn. 

Það tók tvo daga að vinda ofan af vitleysunni í megninu af þessum sögusögnum. Ein þeirra var sú að bíllinn sem upptök eldsins í Stavanger voru í, var af gerðinni Opel Zaphira dísil módel 1999. 

Framleiddur meira en áratug áður en fyrsti rafknúni Opel bíllinn kom á markað. 

Á þýsku er notað orðið "selbstunder" um dísilvélar, sem útleggst "sjálfsíkveikjuvél ! 

"Neyðarnámskeið" slökkviliðsins 2019 átti sér svipaðar skýringar og þegar slökkviliðið aðlagaði sig að því fyrir öld að bílar, sem gengu fyrir eldsneytisknúnum vélum með brunahólfum, kveikjum, eldsneytisleiðslum, dælum og eldsneytisgeymum bjuggu yfir aðeins meiri eldhættu en hestarnir, sem aldrei kviknaði í. 

Engin farartæki voru þá rafknúin, en núna eru engin farartæki án notkunar á rafmagni. 

Í sögusðgnunum núna þarf lítið til að leiða líkur að því að "nýi" bíllinn, sem brann, hljóti að hafa verið rafbíll. 

Þess sést þó ekki getið í fréttamiðlum.  


mbl.is Kviknaði í nýjum bíl í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi bíll var EKKI rafmagnsbíll.  Þetta var leigubíll sem var með dísilvél.....

Jóhann Elíasson, 6.5.2024 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband