Lögmál Murphys er því miður algilt, líka um "MAD, Mutual assured destruction."

Fyrri Heimsstyrjöldin hófst vegna stigmögnunar, sem fór úr böndunum, og Seinni Heimsstyrjöldin  var í raun framhald af þeirri fyrri, þrátt fyrir að ætlunin hefði upphaflega verið sú að sú fyrri yrði "stríð til að koma í veg fyrir öll stríð."

Hættan á því að nú verði stigmögnun, sem leiði ´óviljandi" til gereyðingarstríðs er því miður ekkert minni en upphaf Fyrri heimsstyrjaldarinnar. 

Aðeins einn frambjóðandi í íslensku forsetakosningunum er með þetta á dagskrá hjá sér, en var eins og rödd í óbyggð á framboðsfundinum, enda með enga burði til að fara einsamall til Moskvu til þess að koma á friði, því miður.    


mbl.is Æfingar vegna kjarnorkuvopna nálægt Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsta heimstyrjöldin (ekki fyrri, fyrsta, það ekkert sem segir að þær verði bara tvær) var ekki vegna atburðarrásar sem fór úr  böndunum heldur var þetta stýrð atburðarrás sem fór nákvæmlega þangað sem henni var ætlað að fara. Mölétnir og rykfallnir drullusokkum leiddist og þeim langaði aðeins að hressa uppá tilveruna.

Sú fyrsta batt enda á fjóra úrkynjaðar valdaættir sem höfðu um aldir ráðskast með alþýðuna, keisarar þýskaland, Rússlands, Austurríkis og hvað svosem titill soldánin af tyrklandi hafði, var komið frá völdum og þó fyrr hefði verið. Sú fyrsta skilaði þó einhverjum árangri.

Þessi númer tvö varð til þess að rússneska keisaradæmið var endurvakið með enn einn skíthælinn sem þarf að finna sér eitthvað til dundurs. Ótrúlegt að enn sé til fólk sem styður þessa skíthæla.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband