Hegðun Reykjaneselda reynir svo sannarlega á þolrifin í Grindvíkingum. Sama dag og gefið er út dánarvottorð vísindamanna um lok eldgoss í Sundhnjúkagígum fylgir vottorð þeirra að kvikusöfnun undir Svartsengi sé orðin nægilega mikil fyrir nýtt gos hvenær sem er.
Enginn veit hvert framhald eldanna, sem hófust upphaflega við Fagradalsfjall, verður.
Vísindamennirnir segja að nýtt gos geti hafist hvar sem er á kvikuganginum sem meðal annars liggur undir sjálfri byggðinni í Grindavík.
Ef þessi verður raunin til frambúðar er spurningin hvort koma muni að því að ástandið verði á endanum óbærilegt fyrir Grindvíkinga.
Eldgosinu er lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.