Utanríkisstefnan mikilvæg. Gereyðingarstyrjöld með kjarnavopnum tæki 72 klst.

Tvennt vakti sérstaka atygli við það að gjóa á tvennt í fjðlmiðlum í kvöld. Annars vegar fróðlegt viðtal við Baldur Þórhallsson á Samstöðunni, þar sem mikil þekking hans og yfirsýn á utanríkismálum okkar Íslendinga naut sín vel, en meginefni hennar felst í nánu samstarfi og samtali við aðrar þjóðir, sem Baldur lýsti einkar vel.  

Við það að horfa á þetta viðtal rifjaðist upp nýleg frétt um nýja bók Pulitzer verðlaunahafans Annie Jakobsen um nýjustu bók hennar, sem orðuð er við ný Pulitzerverðlaun vegna innihaldsins, sem byggir efnistökum hennar á þeirri útrýmingarhættu sem þriðja heimsstyrjöldin myndi búa lífi manna og dýra á jörðinni.Annie_Jacobsen_0373 

Nægir að nefna eina staðreynd, sem er niðurstaða bókarinnar: Slík stigmögnuð styrjöld myndi taka aðains 72 klukkustundir!!!


mbl.is Guðni heiðraður í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já það er nauðsynlegt að vekja athygli á þessu. Ég er nú svo gamall að ég man eftir muninum á því hvernig talað var um kjarnorkuvopn í Kalda stríðinu og núna. Um 1985 var talað um alla beitingu kjarnorkuvopna sem heimsendi og kjarnorka fordæmd, réttilega, og um kjarnorkuvetur, geislavirkt úrfelli og það hversu mikill skaði vinnst á lífríkinu, jafnvel þegar takmörkuð beiting er á ferðinni, hvað þá meiri.

Nú heyrast fáeinar fávísar raddir einfeldninga sem tala um takmarkaða beitingu kjarnorkuvopna til að sigra í stríðum! Bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum eru menn að hóta slíku, þótt vitað sé að það sé dauðadómur allra. Ákvörðun Trumans er óskiljanlegt, þegar vitað var að uppgjöf Japana blasti við, þótt einhver bið yrði á henni.

Sögurnar frá Hiroshima og Nagasaki mega aldrei gleymast. Það eru hryllingssögur, og einnig sögur frá kjarnorkuverum sem skaðast, það eru hryllingssögur einnig. Aukning krabbameinstilfella á heimsvísu er áreiðanlega að einhverju leyti afleiðing af notkun kjarnorku, sem hægt og bítandi eykur þessa tegund mengunar, jafnvel þótt styrjaldir af þessu tagi hefjist ekki. 

Mesta hættan felst kannski í því að ungar kynslóðir gleyma Hiroshima og Nagasaki, gleyma óttanum sem greip um sig og lifði með þjóðunum í margar kynslóðir.

Nú vaxa upp kynslóðir sem leika í tölvuleikjum og raunveruleikaskynið er kannski skaddað á einhverjum sviðum, þegar þar er upplifuð ógn sem hægt er að sigrast á í leik, en þannig er ekki alvöru tilvera.

Hvernig er með þessa ráðamenn og leiðtoga, missa þeir sjónar á heildarmyndinni, þegar stríðsæsingurinn grípur þá?

Gamlar japanskar bíómyndir sýna okkur merkilega menningu austræna til forna. Þar var kennt að mesti heiðurinn væri að berjast með berum hnefunum, án allra vopna.

Þetta er það sem þarf að kenna öllum núna, ungum kynslóðum. Vopnin veikja.

Ingólfur Sigurðsson, 24.5.2024 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband