Spáði rétt um lok Holuhraungossins 2015. Hliðstæða við lok Kröfluelda?

Sennilega er leitun að íslenskum jarðeðlisfræðingi sem hefur jafn víðtæka reynslu og Haraldur Sigurðsson frá starfi og rannsóknum um víða veröld. 

Haraldur þótti djarfur þegar hann spáði fyrir um lok Holuhraungossins 2015 og jafnvel gripið til þess að nota orðið aðhlátursefni í því efni. 

En um það gilti orðtakið að sá hlær best sem síðast hlær. 

Margt í sambandi við gosið í Sundhnjúksgígaröðinni nú minnir á það hvernig ris og hnig í kvikuganginum í Kroflueldunum 1975 til 1984 stigmögnuðust jafnt allt til gosloka. 

Nú er spurningin hvað gerist nú við Grindavík og hversu nákvæm verður spá þeirra Haraldar og Gríms Björnssonar.


mbl.is Spá því að umbrotunum ljúki í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu marga áratugi hefur rignt yfir okkur spádómum um gos eða goslok? Og eins og með aðra spádóma þá kemur fyrir að þeir rætist þó oftast geri þeir það ekki. Árangurinn hefði sennilega ekki orðið síðri þó kastað hefði verið upp á það með tíkalli. 

Vagn (IP-tala skráð) 24.5.2024 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband