"Óbyggðaferð í hópi..." 60 ára gömul sýn um nokkra þjóðgarða á Íslandi.

Fyrir sextíu árum hét eitt fjðgurra laga á plötu um nafngreindar íslenskar náttúruperlur "Óbyggðaferð". 

Þá var aðeins einn þjóðgarður til á landinu, Þingvallaþjóðgarður. Um hann giltu sérstök lög með því mjðg svo framúrstefnulega ákvæði að hann væri ævarandi eign íslensku þjóðarinnar, sem hvorki mætti selja né veðsetja.  

á plötunni voru nafngreindir nokkrir staðir, sem ekki voru þjóðgarðar, en hefðu allir efni til þess:  Kerlingarfjðll, Skaftafell, Atlavík og Þórsmörk. 

Kvörn tímans malar hægt og kannski þarf að bíða í nokkrar kynslóðir eftir því að sýnin á þessari plötu verði öll að veruleika.

Svona hljóðar erindið um Þórsmörk:

 

Þórsmörkina við þráum mest,

þangað menn dóla í langri lest 

og festa svo bílinn fyrir rest

og fá til við dðmur mangað. 

 

Í kjarrinu láta þeir flakka flest, 

í felunum þar er elskað mest, 

hafa með ættum við held ég prest

ef hættum við okkur þangað. 

 

Þórs-, Þórs-, Þórsmerkurferð, 

í Þórsmerkurferð við slórum.


mbl.is Þjóðgarður í Þórsmörk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Lilja skólasystir, sem var í vinahópnum mínum á Álfhólsveginum átti stóru plötuna þína þar sem smáskífulögunum var safnað saman, og hana tók ég upp á spólu 8 ára og hlustaði mikið á, síðan eignaðist maður þetta sjálfur. 

Á seinni árum hef ég vissulega fattað að þú varst með fyrstu rokkurunum, og kannski sá alfyrsti sem rokkaði virkilega feitt eins og sagt er, sérstaklega í laginu "Ég fæ aldrei nóg,", því þar er hrjúf rokkrödd í anda erlendu fyrirmyndanna og mjög hraður rokktaktur, en Ragnar Bjarnason og hinir sem voru að byrja að rokka á plötum notuðu útsetjara sem breyttu lögunum í hálfgildings jazz, og takturinn var ekki nægilega hraður. Menn voru feimnir við rokkið hér á Íslandi og breyttu því í hægfara jazzrokk. Í þessu lagi er líka tímalaus boðskapur sem á enn við, um kapítalismann, ofurkapp og græðgi og það er saga 20. aldarinnar. Á enn við í dag.

Mér finnst þörf á þjóðgörðum hér á Íslandi vegna þess að ágangurinn er svo mikill í þessu svæði af túristum. Þegar þú söngst þetta inná plötu voru þetta sælureitir fyrir okkur Íslendinga, en nú þarf að gera þetta að þjóðgörðum, til að þetta sé ekki traðkað niður. Fréttir hafa komið um menn á risajeppum á hálendinu, til dæmis. Þjóðgarðar myndu breyta þannig hegðun.

Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2024 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband