Hvaða nýja möguleika getur Fossvogsbrú opnað?

Það blasir við að sú breyting, sem brú yfir Fossvog veldur á áhrifasvæði hennar, hefur nokkra sérstöðu í saamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. 

Skoða verður vandlega þá möguleika, sem opnast, vegna þess að brúin er ekki gerð fyrir hefðbunda umferð einkabíla, svo að hugsanlegt er að ýmsar af breytingunum liggi ekki alveg í augum uppi við fyrstu sýn.    


mbl.is Kársnes verði nýr miðpunktur höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hef margoft rölt umhverfis Flugvöllinn
Ef veðrið er slæmt þá hittum ég og hundurinn oft engann

Það fjölgar aðeins þegar veðrið er gott en ekki eru það margir sem nýta hjóla og göngustígana umhverfis Nauthólsvík

Svo ég óttast að þessi brú verði mjög illa nýtt mannvirki

Grímur Kjartansson, 30.5.2024 kl. 15:03

2 identicon

Og líka má velta  því fyrir sér hvort ekki sé örugglega hugað að veðuraðstæðum í hönnunni en fyrstu tillögur sem maður hefur séð gefa manni ekki tilefni til bjartsýni í þá áttina.

Þetta svæði er líklega einn mesti rokrass Reykjavíkur, opið fyrir öllum áttum og ekkert skjól.  Ekkert sérlega skemtilegt að hjóla/ganga yfir svona opna brú í SA roki eða SV útsynning.

Óli (IP-tala skráð) 30.5.2024 kl. 15:05

3 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ég hjóla þarna nærri daglega og mæti alltaf hjóla og göngufólki í öllum veðrum, held að Grímur ætti að líta aðeins í kringum sig eða fá sér sterk gleraugu. 

Hvað varðar staðsetninguna sem rokrass, þá blæs yfirleitt alla daga, allsstaðar og skrítið að við séum ekki að virkja vindinn meira. 

Annars finnst mér bara gaman að hjóla inn Nauthólsvíkina og útá Kársnesið þannig að brúin skiptir engu máli fyrir mig nema kannski eitthvað fyrir augað sem fallegt mannvirki.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 30.5.2024 kl. 16:21

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er stórgalli á hönnun annars þessarar fallegu brúar. Gönguleiðin ætti að vera vestanmegin og hjólaleiðin austanmegin. Venjulega eru göngustígar sjávarsíðumegin. Brúin býður upp á áningu. Þegar sólin fer að skína á vesturhlið brúarinnar milli kl. 13:00 og 14:00 myndast skuggar frá handriðum inn á brúna, göngustíga megin og skerðir útsýni og upplifun. Það er miður að ekki var áhugi á að  leiðrétta þetta í svo fjárfreku mannvirki. Ég reyndi, eftir ábendingar frá sérfræðingum að benda á þetta í umhverfis- og skipulagsráði en án árangurs.

Kolbrún Baldursdóttir, 30.5.2024 kl. 20:44

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta er okkar rúntur og það er nánast eingöngu fólk á ylströndinni

Grímur Kjartansson, 31.5.2024 kl. 06:59

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Litla miðað við kostnaðinn. 7-10 milljarða fyrir strætó sem gengur á 15 mínútna frestir yfir Fossvoginn er dýr verðmiði. Jafnvel þótt fáeinir hjólreiðamenn úr Kársnesi og gangandi vegfarendur ganga yfir. Annað mál væri ef þetta losaði um umferðastíflur bíla á morgnanna úr Kársnesi og á yfirfullan Hafnarfjarðarveg sem liggur undir Hamraborgina. Kársnesið hefur upplifað mikla íbúafjölgun vegna byggingaframkvæmda og ástandið á bara eftir að versna. 7 milljarðar jafngildir meðal jarðgöng. Hægt að byggja einfalda steypubrú fyrir 2 milljarða eins og gert er á þjóðvegi 1. 

Birgir Loftsson, 31.5.2024 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband