Dásamlega íslenskt, að bregðast við eldgosum með virkjanaæði.

Færustu sérfræðingar okkar í eldgosafræðum telja líklegt að nú sé að hefjast tímabil, kannski nokkrar aldir, þar sem fimm eldirknissvæði, sem raða sér eftir Reykjaneskaganum allt frá Reykjanestá til Hengilsins verða virk, hvert á eftir öðru. 

Fagradalsfjall byrjaði og nú er svæðið Eldvörp-Svartsengi á fullu. Austar bíður Krýsuvíkursvæðið eftir því að láta til sín taka og gera jafnvel enn meiri usla. 

Og hver skyldu nú viðbrögð íslenskra handhafa valda og peninga vera?

Að endurskoða öll áform um mannvirkjagerð á hættusæðunum? 

Nei, alveg þveröfugt. Að fara í eins konar virkjanakapphlaup við náttúruöflin í samvinnu við erlenda fjárfesta í svipuðum stíl og ríkti þegar HS Orka var hleypt af stað. 

Að virkja eins mikið og hratt og hægt er! 

Búnir að ná slkum snilldartökum á baráttunni við jarðeldinn núna, að "það er ekkert sem ógnar okkur..." eins og þeir orða það. 

Ekki skemmir heldur að nú er búið að finna upp módelið að mjólka út úr landsmönnum fjármagn til gerðar varnargarða og skaðabóta vegna mannvirkjatjóns! 


mbl.is Ógnar ekki starfsemi HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við að spádómar okkar færustu sérfræðinga hafa oftast ekki ræst. Og það þó að þá séu þeir bara að spá daga eða vikur fram í tímann. Má með nokkurri vissu segja að svæðið sé eins öruggt og aðrir hlutar landsins til lengri tíma litið. Þetta gæti verið búið fyrir áramót og rólegt næstu þúsund árin.

"módelið að mjólka út úr landsmönnum fjármagn til gerðar varnargarða og skaðabóta vegna mannvirkjatjóns" er gamalt og var sennilega notað með eftirminnilegustum hætti á vestfjörðum eftir nokkur slæm snjóflóð seint á síðustu öld.

Vagn (IP-tala skráð) 8.6.2024 kl. 23:47

2 identicon

Stundum botna ég ekkert í þér Ómar.  Er það ekki jákvætt að Íslendingar, eina þjóð heimsins, hitar hús sín og lýsir án þess að brenna jarðefnaeldsneyti?  Í þessu myrkri og kulda sem hér ríkir svo til alla daga ársins. Þessi útgjaldaliður heimilisins er hvergi lægri en á Íslandi. Ég er að borga innan við 10.000 á mánuði fyrir þessi þægindi.  Ef það er of heitt þá opna ég gluggann, ef það er of kalt hækka ég hitann.

Hafðu þau gömlu sannindi í huga, allri gagnrýni þarf að fýlgja tillaga um lausn sem þú telur betri, annars er gagnrýnin bara innantómt tuð.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.6.2024 kl. 14:56

3 identicon

Þetta er rétt hjá Ómari, það er glapræði að fara í raforkuframleiðslu á fleiri háitasvæðum á Reykjanesskaganum.

Það er afskaplega léleg nýting á jarðvarma að nota hann til raforkuframleiðslu.
Mestu skiptir að ganga ekki of nærri jarðhitasvæðu í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins því í framtímiðnni þarf hitaveitan á allri þeirra orku að halda.

 

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 10.6.2024 kl. 00:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á tíma Guðna Jóhannessonar þáverandi orkumálastjóra lét hann í ljós þá skoðun sína, að framleiðsla og sala á raforku í gufuaflsvirkjunum væri versti og heimskulegasta bruðl sem hugsast gæti á íslenskum háhitasvæðum. 

Þegar Guðni sagði þetta höfðu engin eldsumbrot verið á Reykjanesskaganum í um átta hundruð ár. 

Gufuaflsvirkjanir nýta aðeins um 20 prósent af varmanum og orkan klárast á aðeins hálfri öld. 

Ómar Ragnarsson, 10.6.2024 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband