Myndun þéttbýlis á vanhugsuðum stöðum skapar vá, sem áður var óþekkt.

Það er athyglisvert, að forsendan fyrir því að þeir tugir Íslendinga, sem fórust í ofanflóðum á öldinni, sem leið, var sú, að reist var þéttbýli á stöðum og svæðum þar sem flóð höfðu áður fallið, á áður óbyggð svæði.  

Varnaðarorð Æorvaldar Æórðarsonar vegna annarrar náttúruvár, svo sem vegna eldvirkni, eiga almennt við, hvort sem drápstól náttúrunnar eru við frostmark eða allt að þúsund stiga heit. 

 


mbl.is „Sérhagsmunagæsla að tröllríða öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Alveg rétt. Sofandaháttur er ríkjandi. Bæði er það að von er á stórum jarðskjálftum nálægt Reykjavík, og ekki hægt að reikna út hvar eða hve stóra, en ekki hægt að búast við engu tjóni þegar það gerist. Auk þess eru nú fleiri kerfi að virkjast hvað varðar eldstöðvar, eins og fræðimenn segja, sem hafa ekki verið virk jafnvel í 1000 ár - eða meira? 

Fólk ætti að taka mark á þessum pistli. Það er ekki hægt að draga allan lærdóminn af síðastliðnum 20-30 árum, en margir miða aðeins við svo stuttan tíma.

Ingólfur Sigurðsson, 14.6.2024 kl. 01:30

2 identicon

Hvort ætli sé vinsælla hjá fjölmiðlamönnum, pólitískir spekúlantar að spá líftíma stjórnar eða eldfjallafræðingar að spá hvað gerist næst í jarðskorpunni? Nákvæmnin virðist svipuð og sjaldnast allir sammála. Engin regla er heldur sjáanleg og tilviljun virðist helst ráða því þegar og hver hittir óvart á að spá rétt. Með réttu ætti ástandið að vera þannig núna að fertugasta stjórn frá hruni væri að stjórna landi sem væri undir tíu metrum af nýju hrauni.

Minni spámenn fá svo gúrkutíðina þegar hinir eru í fríi. Og fá þá pláss í fjölmiðlum til að spá endalokum lýðræðisins, hruni ferðaþjónustu vegna hvalveiða og virkjana, að allar ár fyllist af vegvilltum laxi sem skilur ekki íslensku, gjaldþroti allra heimila ef seðlabanki hækkar stýrivexti aftur o.s.frv.

Sjálfur ætla ég að bíða með að trúa einhverjum spádómum þar til alvöru atvinnumanneskja með áratuga reynslu hefur talað, þ.e. Völva Vikunnar.

Vagn (IP-tala skráð) 14.6.2024 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband