Risavirkjanir um allt land og sem hraðast og óðast farið með himinskautum!!

3300 MW er stærð, sem erfitt er að finna lýsingarorð yfir, fjórum sinnum meira afl en afl Kárahnjúkavirkjunar.  

Þegar er hafið jarðakaupakapphlaup sem teygir anga sína allt frá Breiðafirði í vestri til útesja og víðerna um allt land. 

Þegar hafa komið fram áform um vindorkugarða, sem þekja munu þúsundir ferkílómetra hafsvæði við landið og má með sanni segja að fara eigi með himinskautum í hinu nýja æði, kynda á til að bjarga íslenkum heimilum og fyrirtækjum frá bráððum voða komandi orkuskorts.   


mbl.is 3.300 MW í vinnslu fyrir vindorkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef áður sagt það og get endurtekið, gagnrýni sem ekki felur í sér tillögu að annarri lausn er tuð.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.6.2024 kl. 03:08

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Við höfum bara 40 mánuði til að finna nýjar raforkulindir og dreifa þeim um landið


ríkisstjórnin ætlar að banna nýskráningu bensín- og díselbíla eftir árið 2028.


Grímur Kjartansson, 16.6.2024 kl. 10:50

3 identicon

Flosi Ólafsson kvað . Seljum fossa og fjöll, föl er náttúran öll og landið

mitt taki tröll. Auðvitað þuurfa að verða breytingar og framfarir vegna

nýrrar tækni og þar fram efir götunum en þau stórkarlegu áform um raforku-

framleiðslu og flutning á fjöllum og efni úr landi þarf að skoða vel ef

við ætlum ekki að enda sem námuhólmi í Atlantshafinu. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 16.6.2024 kl. 11:26

4 Smámynd: Hörður Þormar

Hvers vegna að fara í hundruð milljarða fjárfestingu í tækni sem kannski er að verða úrelt?

Hörður Þormar, 16.6.2024 kl. 12:05

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 2019 AD framleiddi öll Kalifornía rétt innan við 6000 MW af vindorku.

Vindmillugarðarnir þar eru mjög tilkomumikil sýn, taka yfir talsvert meira svæði en Kárahnúkavirkjun.

Mynd: https://geologypics.com/wp-content/uploads/2017/04/5D-0200.jpg - Altamont pass

Mynd: https://imageio.forbes.com/specials-images/imageserve/34290946/0x0.jpg?format=jpg&height=491&width=655&fit=bounds - San Gorgino

Svo eru líka Tehachapi Pass & Shiloh vindorkuverin. 

Þetta tekur allt mikið pláss og þarf mikið viðhald.  Og býr til örplast.  Allir eru svo yfir sig hrifnir af örplasti.  Þykir hollt og gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.6.2024 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband