Ferðamáti, sem hægt er að mæla með.

1967 var reynt hér á landi að nýta sér kolruglaða skráningu krónunnar til að bjóð Íslendingum upp á þrjár langferðir með skemmtiferðaskipum, sem sð mestu leyti þræddu erlendar hafnir en hófust í Reykjavík og enduðu þar. 

Skrifandi þessarar síðu fór ásamt Hauki Heiðari Ingólfssyni píanóleikara til að skemmta farþegum á skipinu Regina Maris í sautján daga ferð haustið 1967 frá Íslandi um Miðjarðarhafið allt til Sikileyjar. 

Auk þægindanna, sem nefnd eru í tengdri frétt á mbl.is má telja stærsta hagræðið, að þurfa aðeins að pakka niður og búa allan ferðatímann um borð og losna við hvimleitt stúss við að fara úr skipinu og aftur um borð þar sem lagst er að bryggju. 

Óhætt er að mæla með svona ferðum á grundvelli þessarar reynslu. Eini ókosturinn felst í því oft er slæmt í sjóinn til og frá Íslandi fyrsta dag ferðarinnar og heimkomudaginn.   


mbl.is Vaknar í nýrri höfn á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ég ætla bara rétt að vona að dallurinn hafi verið rafknúinn eða fótstiginn. Nei,nei,  fyrirgefðu, ég sá það núna að þetta var árið 1967, löngu áður en þeir fundu upp Glóbal warming svo þetta er allt í lagi.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 19.6.2024 kl. 02:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fleiri skip en skipið sem Íslendingar sigldu með hafa heitið Regina Maris ef marka má Wikipedia, hið fyrsta byggt árið 1908 og var seglskip. 

Í Wikipedia er hvergi minnst á vélknúna skipið með þessu nafni, en íslenska ferðaskrifstofan, sem stóð fyrir þessari ferð hét Lönd og leiðir, forstjórinn Steinn Lárusson. 

Ómar Ragnarsson, 19.6.2024 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband