27.6.2024 | 23:27
Umhugsunarefni við gerð annarra Hvalfjarðarganga?
Umferðin um Hvalfjarðargöngin hefur fyrir miklu meiri en menn óraði fyrir og þess vegna orðið tímabært að flýta gerð viðbótarganga.
Við gerð slíkra ganga mætti vel huga að því að auk þess að einstefna væri í sitt hvora átt í gömlu göngunum og hinum nýju, auk þess að hin nýju yrðu það vegleg, að hægt væri að hafa þar sérstaka akrein fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Þegar síðuskrifari fór á rafreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur 2015 munaði svo sannarlega mikið um þá 40 auka kílómetra, sem þurfti að hjóla í vonskuveðri fyrir Hvalfjörðinn.
Hjólreiðarmönnum refsað með skömm á leið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hvers í fjandanum að hafa tvöföld göng undir fjörðinn þegar vegirnir til og frá eru einbreiðir í báðar áttir?
Þvílík andsko4ans vitleysishugmynd.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2024 kl. 15:35
Af því að umferðarhraðinn er minni í göngunum 70 km klst, en á þjóðveginum 90 km klst.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.6.2024 kl. 16:14
Göngin fela þegar í sér flöskuháls á annatímum þegar þau anna ekki umferðinni.
Ómar Ragnarsson, 29.6.2024 kl. 12:34
Það er enginn flöskuháls eftir að gjaldtöku var hætt.
Með tvöföldun gangnanna hefst gjaldtaka aftur og flöskuhálsinn kemur aftur.
Bjarni (IP-tala skráð) 29.6.2024 kl. 13:54
Gjaldheimtan er innheimmt með myndavélum þannig að engin þarf að stoppa, þótt gjaldtaka fari fram. Slík gjaldtaka er í Vaðlaheiðargöngum
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.6.2024 kl. 17:07
,,Með tvöföldun ganga-nna,'' ekki ,,gangna-nna''.
Ganga (t.d. mótmælaganga) - hér eru göngur - til gangna
EN
hér eru göng - til ganga.
Eignarfalls-n aðeins í kvenkynsnafnorðum (fleirtölu).
Alfreð K, 29.6.2024 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.