Trump telur guðlega forsjá halda yfir sér verndarhendi.

Þegar sótt var að Donald Trump hér um árið til þess að dæma hann frá embætti af þinginu safnaði hann tuttugu kirkjuhöfðingjum að sér í Hvíta húsið til þess að fá hjá þeim sérstaka trúarlega vernd. 

Hin mikla heppni Trump nú rímar fullkomlega við þetta og sýnist ætla að gefa honum byr í segln í komandi kosningabaráttu. Sjálfur mun Trump áfram telja sig goðum líkan og tilsvörin verða eftir því. 

Hann er ekki fyrstur til þess. Þegar gerð var skotárás á Ronald Treagan spurði Nancy hann hvað hefði gerst. 

"Ég gleymdi að beygja mig" sagði forsetinn, en það var reyndar sama tilsvar og hjá Joe Louis þegar Rocky Mardiano rotaði hann í hringnum um þremur áratugu fyrr.  


mbl.is Blóði drifin saga banatilræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Já Ómar, fyrirbænir kirkjuleiðtoganna hafa svo sannarlega verndað Donald Trump, auk þess trúir hann Orði Guðs, eins og þessu:

Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér (Donald Trump), skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér segir Drottinn. (Jes. 54:17).

Ættum við ekki einnig, ég og þú Ómar, að taka Guð á Orðinu?

Guðmundur Örn Ragnarsson, 16.7.2024 kl. 11:51

2 identicon

 Hafi það verið eitthvað yfirnáttúrulegt sem varð honum til bjargar var það ekki verk Guðs heldur skrattinn að sjá um sína.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.7.2024 kl. 13:04

3 identicon

Donald Trump slapp lifandi og lítt særður frá þessari skotárás og ber að fagna því, en það hafa fleiri en hann sloppið við banatilræði vegna "guðlegrar verndar":List of assassination attempts on Adolf HitlerWikipediahttps://en.wikipedia.org › wiki › List_of_assassination_...

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.7.2024 kl. 13:52

4 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Ómar.

Hábeinn heppni, 47. forseti Bandaríkjanna!

(þessi persóna í Andabæjarfjölskyldunni kom fyrst fram 1948)

Guðni Björgólfsson, 16.7.2024 kl. 16:34

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Geir sagði - "Guð blessi Ísland"
og okkur tókst að rétta úr kútnum

Grímur Kjartansson, 17.7.2024 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband