Einna hröðust rafbílaþróun er í Kína, þótt ekki sé farið ekki fram úr sér í jeppatalinu.

Miklar framfarir í þróun rafbíla og útbreiðslu þeirra má sjá hjá Kínverjum um þessar mundir eins og lýst er í viðtengdri á mbl.is. 

Þar kennir margra grasa í yfirlýsingagleðinni, hvað varðar hvimleitt kapphlaup framleiðenda að klína "jeppa" stimpli á sem flesta bíla, því að á ljósmyndinni af Xpeng G6 sést, að það er svo lítil vegæhæð á bílnum að það vatnar varla undir hann. 


mbl.is Xpeng G6 til höfuðs Tesla Model Y
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að klína "jeppa" stimpli á sem flesta bíla er verk bílasala og auglýsingastofa, ekki framleiðenda. Enda sér Íslenskt fyrirbæri og ekki margir bílaframleiðendur á Íslandi.

Vagn (IP-tala skráð) 24.7.2024 kl. 03:50

2 identicon

SUV hefur í langan tíma verið samheiti fyrir það sem hefur tíðkast að kalla jeppa á íslensku.

En þetta er auðvitað ekki jeppi eins og greinarhöfundur bendir réttilega á.

En heimur versnandi fer, Ford hefur nú gelt báða sína villihesta, Mustang og Bronco.  Mustanginn lýtur nú út eins og Prius og Broncoinn er orðinn að einhverju sem engan langar í.

Það sem bólugrafnir unglingar, uppfullir af testonsteroni, létu sig áður dreyma um að eignast eru núna fyrir soccermoms og millistjórnendur í litlu bankaútibúi.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2024 kl. 08:45

3 identicon

Það er þó ennþá verið að framleiða Chevy Camaro og Dodge Challanger.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2024 kl. 08:54

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vagn virðist ekki hafa haft hugmynd um það að það voru bílaframleiðendur, sem byrjuðuðu á því frá og með árinu 1983 að hanna og selja svonefnda SUV bíla. 

Renault kom með Renault Espace og Chrysler með Dodge Caravan. SUV er skammstöfun fyrir sport utility vehicle, þ. e. fjðlnota bíll.  

Þetta olli hreinum faraldri sem hefur náð þvílíkum hæðum að fágætt er í bílasögunni. 

Hér á landi hefur þetta skapað einna versta nafnaruglið með því klína orðmyndinni "jepp" inn í skilgreiningar á bílum á íslenska markaðnum, svo sem í heitinu jepplingur.  

Ómar Ragnarsson, 24.7.2024 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband