24.7.2024 | 23:17
Þokuaksturinn á þjóðvegunum er tifandi stórsprengja.
Í tveimur langferðum undanfarnar vikur milli Reykjavíkur og Sauðárflugvallar á Brúaröræfum var niðaþoka á nokkrum vegarkðflum, annars vegar á Háreksstaðaleið og hins vegar á Holtavörðuheiði.
Hvað eftir annað læstust allir bílarnar á þessum köflum í dauðagildru, þar sem ökuhraðinn var yfirleitt allt of hár, en jafn hættulegt gat verið að hægja á sér og eiga á hættu að fá bíl aftan á sig eins og að aka of hratt og valda með stórfelldum fjöldaárekstri með milljarðatjóni í mannslífum og eignum.
Því miður er ljóst að um þennan akstur á alltof miklum hraða á alltof mjóum vegum gildir hið grimma lögmál Murhphys, að sé tæknilega mögulegt að eitthvað atriði fari úrskeiðis, mun það gerast.
Í sjónvarpsfrétt í gær var sýnt hrollvekjandi yfirlit yfir það hverng vegagerðin hefur komist upp með það ofan á allt annað, að hafa þúsundur kílómetra af þjóðvegunum svo mjóa strax þegar þeir eru gerðirk að þeir standast ekki einu sinni byrjunarkröfur.
þegar fram í sækir er þetta eins slæmt og hugsast getur, því að tjónið sem stórslysin valda, eru margfalt stærri upphaðir.
Pallbíll og lögreglubíll í árekstri á Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar ÓRG var í opinberri heimsókn á Austurlandi var bílalestin stöðvuð á miðjum vegi í svarta þoku á Fagradal. Þar fór fram opinber móttaka á sýslu eða sveitarfélagsmörkum með aðkomu sýslumanns(a) og lögreglu.
Minnstu munaði að vörubíll skylli á samkomunni en ökumaður náði að nauðhemla og var upptaka af þessu spiluð í fréttatíma , -með þessu líka skerandi bremsuvæli.
Hákon Aðalsteinsson var héraðslögga í þessum sirkus og lýsti þeirri vá að fara um fjallvegi í þoku með þessum hætti:
Þung er í skauti þokan grá
Þekur útsýn til fjallsins brúna.
Framundan liggur heiðin há
-Hvar skyldi Eiríkur vera núna?
(Eiríkur ók vörubílnum og var í raun hetjaní sögunni en lögga og sýslum skúrkarnir)
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 25.7.2024 kl. 16:43
Það nýjasta í þokufréttum kom fram í því að á Holtavörðuheiði hefði þokan náð nýjum hæðum (eða kannski lægðum) í gær. Hver ber ábyrgð á stórárekstri við slíkar aðstæður?
Til dæmis ef bílstjóri hægir svo mikið á sér að það eitt veldur fjöldaárekstri?
Ómar Ragnarsson, 2.8.2024 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.