26.7.2024 | 22:12
Tveir óstöðvandi ræðumenn gerðu atlögu að hápunktinum í París.
Í sögu Ólympíuleikanna eru varðveitt afar sterk augnablík af því þegar Ólympíueldinum er í lokin fyrir á toppi súlu, sem tákn um að leikarnir séu settir. Dæmi um þetta var augnablikið þegar Muhammed Ali fékk þetta verkefni.
Í kvöld vildi svo til að líklega var um að ræða flottasta tendrun eldsins og í ofanálag dásamlegur flutningur Celine Dion á snilldarverki Edit Piaf.
En því miður gerðist það versta, sem gat gerst, að tveir ræðumenn jusu fyrst úr skálum langhunda ræðublaðurs þar sem þeir fóru aftur og aftur með sömu tugguna þegar hægt hefði verið stroka út megnið að þessu blaðri.
Dagskrá sjónvarpsins var greinilega fyrirfram áætluð á þann veg, að hún hefði verið lokin á útsendingunni fyrir níu fréttirnar, en kjaftaskjóðurnar tvær urðu hins vegar með blaðri sínu til þess að rústa þessu.
Aö vísu var það að visu nefnt að lokaathöfnin yrði sýnd beint á RUV tvö, en skaðinn af völdum frekjublaðraranna var skeður.
Nú er bara að vona RUV reyni að bjarga þessu í horn með því að endursýna lok setningarathafnarinnar og helst að stroka blaðrarana alveg út úr henni.
Vésteinn ekki í íslenska bátnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að tvær íslenskar blaðurskjóður hafi eyðilagt setningarathöfnina er kjaftæði. Setningarathöfnin var ekki bara tilgerðarleg og overvoke heldur drepleiðnleg sýndarmennska feminisma og vokeisma. Bestu ræðusnillingar heims hefðu ekki getað bjargað þessu fíaskói frá því að brotlenda með brauki og bramli sem það og gerði.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2024 kl. 15:00
Merkileg annars þetta umburðarlyndi kristinna gagnvart svívirðingum gegn þeirra trú og menningu. Heimsfrægt listaverk da Vincvi afbakað og notað til að hæða og svívirð kristna trú og "álitsgjafar" steinhalda kjafti. Allavega hefur síðuhöfundur ekki orð á málinu.
Eitt er víst að holskefla hneisklunar hefði riðið yfir heiminn hefði eitthvað slíku verið beint að múslimum á opnunarhátíð ólympíuleikanna, sem á víst að vera sameiningartákn heimsins.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2024 kl. 16:37
Hvergi stendur í pistlinum að blaðurskjóðurnar tvær hafi verið íslenskar.
Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2024 kl. 19:46
Veit svosem ekki hvaða stöð þú varst að horfa á en ég horfði á RÚV eins og flestir aðrir íslendingar.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2024 kl. 20:07
Bjarni! Hvaða íslensku ræðumenn töluðu á setningarathöfninni og töfðu hana þar með fram í fréttatímann?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.8.2024 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.