Gleymd tímamótabylting varð í "Ólympíukvöldunum" 1972.

Fyrir tíma beinna útsendinga frá stærstu íþróttamótum heims yfir þveran hnöttinn til Íslands þýddi það ákveðna einangrun fyrir okkur.  

1966 var íslenskt sjónvarp einfaldlega ekki komið á laggirnar, og 1968 fóru Ólympíuleikarnir fram í Mexíkó og leið allur fréttaflutningur í sjónvarpi til Íslands fyrir það. 

1972 stóð betur á. 

Leikarnir fóru fram í Munchen og þaðan voru tíðar flugferðir til Kaupmannahafnar og einnig hagstæðar flugsamgöngur frá Höfn til og frá Íslandi. 

Með því að nýta sér alla möguleikana sem opnuðust fyrir þetta tókst að setja upp kerfi, þar sem Danir sáu um að taka upp efni fyrir Íslendinga, og leyfa okkur að nýta aðstöðuna hjá DR til þess að vinna úr þessu að næturþeli, þeysa með spólurnar út á Kastrup og sýna efnið fullunnið heima. 

Litla RÚV hafði aðeins efni á að senda þrjá starfsmenn til að leysa þetta dæmi.

Oft stóð tæpt að klára samsetningu efnisins í tæka tíð og missa ekki af morgunvélinni. 

Útkoman varð útsendingarbylting sem var svo stórt risaskref að á Ólympíuleikunum eftir tilkomu gervihnatta virtist byltingin hafa orðið þá. 

Raunar var það ófyrirséður stórviðburður á leikunum, sem gerði þetta mögulegt, þegar í ljós kom, að Íslendingarnir þrír, sem sendir voru í verkið, gátu ekki unnið við það dag og nótt sleitulaust á meðan á leikunum stóð. 

Nú er liðin meira en hálf öld frá leikunum með Olgu Korbut, Lasse Viren OG Dave Wottle. 

Þetta hefur viljað gleymast með tímanum. 

Ólíkur þjóðarkarakter Dana og Íslendinga speglaðist í lausn þessa verks.  

Fljótlega kom í ljós ófyrirséður þröskuldur, sem fólst í því að komast inn í skrifræðið hjá DR við að fá ýmsa fyrirgreiðslu. 

En þá kom óvænt atriði til hjálpar. Til að mýkja Danina gat oft riðið baggamuninn að gauka að þeim öli, en til allrar óhamingju beit þetta mál fljótlega í skottið á sér, því að í fjárveitingum til okkar var ekki gert ráð fyrir þessum vaxandi útgjðldum.  

Yfirmennirnir heima sáu engin ráð fyrr en Pálína Oddsdóttir starfsmaður á aðalskrifstofu  upplýsti okkur í trúnaði að hún sæi leið til að bjarga þessu, án þess að frekari vandræði yrðu. 

Við urðum eitt spurningamerki, en hún upplýsti ekki frekar um það. 

En það reyndist vera hún sem átti að lokum stærstan þátt í tilurð nútímalegra útsendinga frá Ólympíuleika á Íslandi! 

Raunar gilti um margt annað sem þurfti lagni til að leysa úr hjá aðalskrifstofu Sjónvarpsins.    


mbl.is Þórir: Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ófyrirséði stórviðburður á Ólympíuleikunum í München árið 1972 var þegar palestínskir hryðjuverkamenn myrtu ellefu ísraelska íþróttamenn. Þessi viðburður hafði afleiðingar sem eru ófyrirséðar enn þann dag í dag.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 20:04

2 identicon

Hvernig er hægt að fjalla um leikana 1972 án þess að nefna Mark Spitz.

En auðvitað, eins og Hörður bendir á, verða þessum leikum ævinlega, og fyrst og fremst, minnst vegna hryðjuverkanna, en ekki íþróttaafreka einstakra keppenda.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.7.2024 kl. 07:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir skemmtilega frásögn.

Þess má geta að ölið er ennþá verðmæt skiptimynt í Danmörku. Til dæmis má tryggja að yfirfullar ruslatunnur tæmist ef við þær eru stilltar nokkrir bjórar. 

Geir Ágústsson, 31.7.2024 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband