Örn Clausen var í 2-3 sæti á heimslistanum í tugþraut 1949, 1950 og 1951.

Hluti af spjalli um íslenska tugþraut í Ólympíukvöldi Sjónvarpsins í kvöld fór í vangaveltur um íslensku tugþrautina fyrr og nú. 

Þessi stutta umræða í þættinum snerist í kringum Jón Arnar Magnússon sem miðjuna í þessari íþróttagrein en nafn Arnar Clausen var ekki nefnt. 

Víst er Jón Arnar alls góðs maklegur og komst á inn á alþjóðlegan afrekalista ínn í topp tiu í greininni. 

En þetta afrek hans bliknar þó í samanburðinum við afrek brautryðjandans, Arnar Clausen, að vera í 2-3 sæti á listanum þrjú ár í röð. 1949, 1950 og 1951.   

Örn var þarna að keppa við enga aukvisa. Efsti maðurinn á listanum, Bob Mathias, var meðal skærustu stjarnanna á Ólympíuleikunum 1948 og 1952 og setti sérstakan blæ á tugþrautina almennt í frjálsum íþróttum. Nafn hans og Fanny Blankers-Koen voru heimþekkt á við nöfn frægustu kvikmyndastjarna.  

Í einangrun Íslands lengst norður í höfum, var það lýsandi fyrir þær aðstæður, sem íslenskir afreksmenn urðu að glíma við, að Örn keppti aðeins þrisvar í tugþraut, einu sinni hvert ár, 1949, 1950 og 1951.    


mbl.is Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þessum árum urðu Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby síðan Evrópumeistarar í frjálsum íþrótta.

Það var eitthvað í lýsinu á þessum gullaldarárum íslenskra frjálsíþrótta.  

Karl (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 11:43

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mætti ég nefna nafn Finnbjörns Þorvaldssonar. Hann var þekktur fyrir afrek sín í frjálsum íþróttum. Sérstaklega þótti hann góður spretthlaupari. Hann tók þátt í Ólympíuleikunum í London 1948 og var þar hann m.a. fánaberi Íslands.  Prúðmennska og drengskapur voru einkennandi í fari Finnbjarnar. Hann var fyrstur til að óska sigurvegara til hamingju. Það er góður eiginleiki á stórmótum. Hann var Íslandi til sóma hvarvetna þar sem hann tók þátt í mótum. Komst í úrslit í 100 m hlaupi á Evrópumeistaramóti í Ósló 1946.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.8.2024 kl. 20:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Torfi og Gunnar vörpuðu mesta ljómanum á einstætt heildarafrek Íslendinga á EM í Brussel 1950 þar sem Gunnar varði meistaratign sína frá eM í Osló 1946 og Torfi komst samtímis í úrslit í stangarstökki og langstökki, en gat eðli málsins vegna ekki keppt til úrslita nema í annarri greininni! 

Hvorki Gunnar né Torfi komust þó inn í efstu tíu sæti heimsafrekalistans

Ómar Ragnarsson, 4.8.2024 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband