Örn Clausen var í 2-3 sćti á heimslistanum í tugţraut 1949, 1950 og 1951.

Hluti af spjalli um íslenska tugţraut í Ólympíukvöldi Sjónvarpsins í kvöld fór í vangaveltur um íslensku tugţrautina fyrr og nú. 

Ţessi stutta umrćđa í ţćttinum snerist í kringum Jón Arnar Magnússon sem miđjuna í ţessari íţróttagrein en nafn Arnar Clausen var ekki nefnt. 

Víst er Jón Arnar alls góđs maklegur og komst á inn á alţjóđlegan afrekalista ínn í topp tiu í greininni. 

En ţetta afrek hans bliknar ţó í samanburđinum viđ afrek brautryđjandans, Arnar Clausen, ađ vera í 2-3 sćti á listanum ţrjú ár í röđ. 1949, 1950 og 1951.   

Örn var ţarna ađ keppa viđ enga aukvisa. Efsti mađurinn á listanum, Bob Mathias, var međal skćrustu stjarnanna á Ólympíuleikunum 1948 og 1952 og setti sérstakan blć á tugţrautina almennt í frjálsum íţróttum. Nafn hans og Fanny Blankers-Koen voru heimţekkt á viđ nöfn frćgustu kvikmyndastjarna.  

Í einangrun Íslands lengst norđur í höfum, var ţađ lýsandi fyrir ţćr ađstćđur, sem íslenskir afreksmenn urđu ađ glíma viđ, ađ Örn keppti ađeins ţrisvar í tugţraut, einu sinni hvert ár, 1949, 1950 og 1951.    


mbl.is Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ţessum árum urđu Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby síđan Evrópumeistarar í frjálsum íţrótta.

Ţađ var eitthvađ í lýsinu á ţessum gullaldarárum íslenskra frjálsíţrótta.  

Karl (IP-tala skráđ) 4.8.2024 kl. 11:43

2 Smámynd: Ţorsteinn H. Gunnarsson

Mćtti ég nefna nafn Finnbjörns Ţorvaldssonar. Hann var ţekktur fyrir afrek sín í frjálsum íţróttum. Sérstaklega ţótti hann góđur spretthlaupari. Hann tók ţátt í Ólympíuleikunum í London 1948 og var ţar hann m.a. fánaberi Íslands.  Prúđmennska og drengskapur voru einkennandi í fari Finnbjarnar. Hann var fyrstur til ađ óska sigurvegara til hamingju. Ţađ er góđur eiginleiki á stórmótum. Hann var Íslandi til sóma hvarvetna ţar sem hann tók ţátt í mótum. Komst í úrslit í 100 m hlaupi á Evrópumeistaramóti í Ósló 1946.

Ţorsteinn H. Gunnarsson, 4.8.2024 kl. 20:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Torfi og Gunnar vörpuđu mesta ljómanum á einstćtt heildarafrek Íslendinga á EM í Brussel 1950 ţar sem Gunnar varđi meistaratign sína frá eM í Osló 1946 og Torfi komst samtímis í úrslit í stangarstökki og langstökki, en gat eđli málsins vegna ekki keppt til úrslita nema í annarri greininni! 

Hvorki Gunnar né Torfi komust ţó inn í efstu tíu sćti heimsafrekalistans

Ómar Ragnarsson, 4.8.2024 kl. 21:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband