Frjálst að valsa með málvenjur að vild? Er í lagi að eiga heima á Reykjavík?

Í kvöld mátti heyra málnotkun í útvarpi, sem vekur spurningu um það hve mikið frjálsræði sé æskilegt í tali um staði og svæði. Þar togast oft á annars vegar fastar málvenjur heimamanna eða þeirra vilja hafa þær í hávegum og hins vegar þeirra, sem hneigjast að því að hver geti haft þær að vild sinni. 

Á að binda ákveðna notkun eða ekki?

Tilefnið úr útvarpsfréttum frá í kvðld fólst í því að veðurfræðingur talaði um "veðrið í Breiðafirðinum". 

Svona málnotkun hefur farið í vöxt þá talað um veðrið "á Austfjörðunu" og "Vestfjörðunum". Aðeins tveir til þrír veðurfræðingar hafa stundað svona tal þvert ofan í almenna málvenju, en hika ekki við að keyra þetta fram í krafti aðstöðu sinnar til að stunda málleysur af ýmsu tagi. 

Næsta skref gæti orðið að í tali um aðra staði eða svæði fari að skjóta upp kollinum setningar eins og "gott veður á Selfossinum" eða "hvasst í Hveragerðinu." 

 


mbl.is Eru gleymd orð framtíð íslenskunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Austfjörðunum, á Vestfjörðunum og í Breiðafirðinum var eitthvað notað fyrir síðustu öld er önnur tíska tók við. Og sú tíska þá sennilega verið kölluð málleysa af eldri mönnum. Hvort er réttara ætla ég ekki að segja til um. Og sennilega þætti okkur mikið af tali nítjándu aldar Íslendinga hljóma eins og málleysa. E.t.v. er nokkuð hæpið að hnýta í menn fyrir að tala eins og langafi.

Það er ekki að ástæðulausu að glósur með fornum ritum hafa aukist með hverjum áratug eftir miðja síðustu öld. Þurfti langafi glósur til að lesa Heimskringlu? Er Sturlungu Íslenskan sú eina rétta, eftirstríðs Íslenskan eða Íslenskan eftir hrunið?

Ókosturinn við öll lifandi mál er að þau taka breytingum, og pirra mann þá eins og heimskulegur fastur tappi á kókflösku. Lausir tappar og tungumál sem ekki breytast eru safngripir.

Vagn (IP-tala skráð) 5.8.2024 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband