Dró einn maður heilt landslið til úrslitaleiks um gullið?

Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Í handbolta ráðast úrslitin á liðsheildinni. 

Markmaðurinn er stundum jafn mikilvægur og allir aðrir í liðinu til saman. 

Jú, í framangreindum texta eru tiltekin nokkur af helstu atriðunum í viðurkenndu mati á hópíþróttum á borð við boltaíþróttir.  

Eftir leik Þjóðverja og Spánverja í dag blasir þó við sú staðreynd að Andreas Woolff markvörður Þjóðverja varði 22 skot í leiknum, þar af tvö víti. 

Hafi einhver einn maður dregið heilt landslið í handbolta með sér alla hina löngu og ströngu leið gegnum undankeppni og millikeppni upp á verðlaunapall í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í þetta sinn þarf aðeins að nefna eitt mannsnafn til að vega þyngst í matinu þetta sinn. 


mbl.is Alfreð og Þjóðverjar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hjó eftir því að danski landsliðsfyrirliðinn sagði eftir leikinn við Slóvenana að vörnin hefði ekki aðstoðað markmennina í síðari hálfleik
og því hefði sigurinn orðið svona tæpur í lokinn

Grímur Kjartansson, 10.8.2024 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband