15.8.2024 | 00:28
Öðlast stórvígvöllur nýja frægð?
Nokkrir stórir vígvellir síðari heimsstyrjaldarinnar urðu frægastir allra vegna þeirra miklu áhrifa, sem stórorrusturnar á þeim hafði á gang stríðsins.
Allþekkt er orrustan um Stalíngrad, sem menn eru sammála um að olli straumhvörfum í styrjöldinni.
Hitler hafði samt ekki misst vonina, þrátt fyrir hrikalegasta afhroð, sem þýsk hernaðarsaga kunni frá að greina þar sem heill her, sjötti herinn, var hreinlega þurrkaður út.
Sumarið 1942 hafði sumarkoman fært fært Þjóðverjum svo hagfelld skilyrði til hernaðar, að þeir komust lengra austur en nokkru sinni fyrr.
Með því að skófla nýjum ofurskriðdrekum í miklum mæli á vígstöðvarnar sköpuðus skilyrði til að vinna sigur í stærstu skriðdrekaorrustu allra tíma og nýta sér hlykk í legu víglínunnar við Kúrsk.
Tiger skriðdrekarnir nýju og öflugu reyndust hins vegar svo flóknir og dýrir í rekstri og viðhaldi, að fresta varð operation Citadel ítrekað, og þar að auki komust Rússar á snoðir um aðgerðina með þeim ágætum, að þeir lokkuðu í Þjóðverja í gildru, sem olli því að þeir fóru herfilegar hrakfarir í stað sigurs.
Ýmis líkindi eru með Kursk nú og Kursk 1943, en stærðarmunurinn er þó gríðarlegur.
Segjast hafa náð þúsund ferkílómetrum frá Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo var til kafbátur sem hét Kursk sem fórst með manni og mús.
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 15.8.2024 kl. 10:34
Einfaldast fyrir rússa er að gera eins og síðast, fá vopn frá BNA og hermenn frá Úkraínu til að verjast. (Stolið)
Bjarni (IP-tala skráð) 15.8.2024 kl. 14:04
Staðhæfingar þínar Ómar um alls konar vandmál vegna Tiger skriðdreka Þjóðverja eru á misskilningi byggðar og geta í besta falli átt við um Ferdinand skriðdrekana svo nefndu.
Tígris skriðdrekarnir sönnuðu sig frábærlega í gagnsókn Þjóðverja á suðurvígstöðvunum um vorið eftir afhroð Þjóðverja við Stalíngrad.
Það er rétt að Hitler frestaði orustunni við Kursk og Orel um margar vikur en það var ekki vegna Tígris-skriðdrekanna heldur vegna þess að hann vildi bíða eftir að um 200 nýir risastórir 70 tonna Ferdinand-skriðdrekar kæmust loks af færibandinu. Það hefði hann betur látið ógert því það voru þessir skriðdrekar sem komu með vandamálin.
Sóknaráætlun Þjóðverja, plan Zitadelle, við Kúrsk var hrundið í framkvæmd þann 5. júlí 1943. Þjóðverjar höfðu yfir að ráða á svæðinu um 4 þúsund skriðdrekum en Rússar mun fleiri eða um 6 þúsund. Það sýndi sig hins vegar að skriðdrekar Þjóðverja höfðu nánast algera yfirburði. Fyrstu viku bardaganna grönduður skriðdrekar þeirra a.m.k. 800 skriðdrekum Rússa en misstu sjálfir margfalt færri.
Þegar þarna var komið sögu virtist hreint ekki loku fyrir það skotið að Þjóðverjum myndi takast að gjöreyða skriðdrekaflota Russa á svæðinu. Þessi möguleiki var hins vegar úr sögunni þegar Hitler fékk því framgengt að heilu skriðdrekafylkin voru send til Ítalíu til að bregðast við innrás Breta og Bandaríkjmanna í Sikiley deginum áður (10. Júlí).
Eiginlega var Ferdinand-skriðdrekinn hálfgerð fallbyssa á beltum fremur en skriðdreki því það var ekki hægt að snúa turninum ásamt byssunni heldur aðeins hreyfa hana upp og niður. Galli kom fram í drifbúnaði þessara hlunka og þrátt fyrir góða brynvörn voru beltin illa varin sem Rússar nýttu sér í návígi. Margt bendir til að Þjóðverjar hefðu unnið þessa mestu skriðdrekaorustu sögunnar ef Hitler hefði sleppt því að bíða í fleiri vikur eftir þessum mislukkuðu stríðstólum.
Ég vil benda á mjög greinargóðar bækur um seinni heimstyrjöldina eftir frakkann Raymond Cartier: Der Zweite Weltkrieg.
Daníel Sigurðsson, 15.8.2024 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.