24.8.2024 | 13:54
"Ekki missa af..." Eitt lúmskasta böl nútímans.
Gréta Salóme ræðir á áhugaverðan hátt um um böl, sem hefur heltekið þjoðina síðustu ár í þeim mæli, að jafna má við farsótt. Þetta eru aðeins þrjú orð, sem þulin eru í síbylju í fjðlmiðlum til að heltaka þá, sem heyra þau.
Einna verst haldnir eru dagskrárþulir og þeir sem kynna efni í ljósvakamiðlum, sem hafa smám saman neyðst til að auglýsa sjálfir eð engeinn megi missa af þeim sjálfum. Slík skyldusjálfhælni var óþekkt þar til fyrir nokkrum árum.
Fyrirskipunin um ekki megi missa af neinu í smáu og stóru er dæmi um þá frekju og pressu sem knýr áfram sjúklegt neysluæði okkar tíma.
Óttaðist stöðugt að vera að missa af einhverju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orð í tíma töluð.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 24.8.2024 kl. 14:22
Frábært hjá þér Ómar!
Sá sem trúir (treystir) á Jesús Krist frelsara sinn getur aldrei nokkurntíma misst af neinu.
Ef þú hefur Jesú í þínu hjarta, hefur þú allt, ef þú hefur Hann ekki, hefur þú ekkert, þá hefur þú misst af öllu.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.8.2024 kl. 16:10
Virkilega vel mælt, Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 16:36
Ég varð að lesa þetta, það byrjaði nefnilega á "Ekki missa af...".
Eitt aukaklikk fyrir Ómar, það telur. Söfnun manna á innlitum, áhorfendum eða hlustendum tekur á sig ýmsar myndir.
Vagn (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 17:54
"Ekki fara langt" er annað vinsælt þriggja orð stef til að láta áhorfendur horfa á auglýsingar í miðjum dagskrárlið.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 19:02
"Ekki fara langt" fer yfirleitt í taugarnar á hlustendum eða áhorfendum, sem kannski sitja undir stýri sem ökumenn og finnst þessi skipun heimskuleg og jafnvel fráleit.
Orð Mannakornsmanna í söngnum "Á rauðu ljósi"; "hér er skemmmilegur smellur", segir heimskur þulurinn" er viðeigandi.
Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2024 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.