Ómetanlegt náttúrurdjásn.

Kaldá er hluti af stærsta vatnsfalli á Reykjanesskaganum, og rennur neðanjarðar á tuga metra dýpi til sjávar við Straumsvík. 

Þar er vatnsmagnið svo mikiið við ströndina að sagt er að áður fyrr hefi sjómenn ekki þurft annað en dýfa höttum sínum í sjóinn til þess að fá sér vatn að drekka. 

Vatnið sem fellur í ánni á yfirborðinu er aðeins örlítið brotabrot af heildarmagninu sem Reykjanesfjallgarðurinn beinir til sjávar.  

Kaldá er þvílík náttúrurperla að afar mikilvægt er að viðhalda rennslinu í þessu einstæða vatnsfalli. 

Síðuskrifari dvaldi í þrjú heil sumur í Kaldarseli árin 1947, 48 og 49 og telur síðan Kaldá í flokki með helgustu vættum landsins.  


mbl.is Uppþornuð Kaldá ekki vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þessi vatnsauðlind í hættu vegna yfirvofandi áætlanir Carbfix?

Bragi (IP-tala skráð) 30.8.2024 kl. 12:08

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Coda terminal tilraunaverkefnið í Hafnarfirði er gróf móðgun við Ísland og í raun alla heimsbyggðina. Eiturefnaúrgang skyldi aldrei flytja frá útlöndum til förgunar á Íslandi, sama hve margir milljarðar evra eru í boði frá ESB. Stöndum nú einu sinni í lappirnar Íslendingar og stöndum saman gegn þessari óværu. Vaknið!

Júlíus Valsson, 31.8.2024 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband