Þarf ekki Sigurbjörn Árna í næstu fatalýsingu?

Það vantaði lítið upp á það í dag við setningu Alþingis væru næg ástæða til að fá rækilega, djúpa og ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum.  

En í staðinn var vakti jakki forsetans margfalt meiri umfjðllun, þannig, að til þess að slá hana út svo að varla verður betur gert nema fá Sigurbjörn Árna til þess útlista jakkann alveg niður í einstaka hnappa og fá ítarlega lýsingu í smáatriðum fyrir hvert skref næst þegar útsending verður frá athöfn virðulegustu og æðslu samkomu þjóðarinnar.  


mbl.is Halla T toppaði sig í tæplega 40 þúsund króna systurjakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað kemur okkur við hvað einhver jakki kostaði! 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.9.2024 kl. 10:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitt af lögmálum Parkinsons hér um árið nefndi hann smámunalögmálið. Umræðan verður ekki mest eftir stærð eða mikilvægi málsins, heldur eftir því sem fleiri telja sig hafa vit á því.    

Parkinson tekur sem dæmi heitasta og tímafrekasta umræðuefnið á stjórnarfundi hundraða milljarða króna kjarnorkuvers þar sem mestu deilurnar eru um litaval í reiðhjóla og bílageymslu. 

Ómar Ragnarsson, 11.9.2024 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband