15.9.2024 | 20:59
Aðferð Trumps virðist svínvirka.
Svo er að sjá sem sú aðferð að efna til tilhæfulaustrar ófrægingarherferðar á hendur innflytjendum á borð við þá, sem búa í bandarísku borginni Springfield, hafi fyrir bragðið orðið heimsþekkt.
Trump hefur áður beitt svipuðum aðferðum og svona árangur gæti orðið til þess að kosningabaráttan nú geti orðið jafn svæsin og jafnvel svæsnari en sú síðasta. Vonandi fer þetta þó ekki þannig
Sprengjuhótanir í skólum vegna falskra ummæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er hægt að kenna Trump um þótt svona atvik gerist. Í fyrsta lagi þá er spenna til staðar og það eina sem Trump gerir er að nýta sér það til vinsælda, hann notar óánægju fólksins - þessvegna er það kallað lýðskrum, en vinstra lýðskrumið er algengara, að tala um fátækt lágstéttarfólks og spillingu ríkra.
Í öðru lagi er alls ekki ljóst að hann hafi farið með ósannindi og að þetta hafi verið fölsk ummæli. Hallur Hallson skrifaði pistil sem lýsir því að svo virðist vera að einhver svona tilvik hafi átt sér stað. Ég skil það vel að slíkt geti komið fyrir í fjölmennu landi eins og Bandaríkjunum þar sem sumir búa við mjög sára fátækt og hefðir eru mjög misjafnar.
Síðan eru menn eins og Sæmundur bloggari sem snúa út úr og segja að Trump éti ketti! Já, ekki er öll vitleysan eins!
Ingólfur Sigurðsson, 15.9.2024 kl. 23:11
Sammála þér Ingólfur.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2024 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.