Íslenskir þjálfarar halda sókn sinni áfram, bæði hér heima og alþjóðlega.

Sífellt fleiri íþróttagreinar eru nú að verða vettvangur sóknar íslenskskra þjálfara, þar sem þeir hampa æ fleiri og stærri verðlaunum.  

Þarf ekki annað en að nefna Þóri Hergeirsson og norska landsliðið í kvennahandbolta.  

Það er mikils virði að þessi sókn á íþróttasviðinu veki athygli og nýtist sem víðast á bæði heima á Íslandi og víðast um lönd.


mbl.is Arnar er einn besti þjálfari Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama var sagt um Guðjón Þórðarson á sínum tíma. Hvar er hann í dag?

Ólafur Kristjánsson? Eftirsóttur þjálfari hjá bestu karlaliðum í efstu deild á sínum tíma.  Spreytti sig í þjálfun erlendis. Er núna þjálfari Þróttar í kvennaboltanum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sló í gegn með Gróttu, gerði Blika að íslandsmeisturum. En hvað varð um hann? Fór til skandinavíu og floppaði þar. Tók við kr og hefur floppað þar.

En full ástæða til þess að halda á lofti árangri íslenskra þjálfara þegar kemur að handbolta, þar hafa þeir blómstrað.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.9.2024 kl. 00:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gott innlegg Ómar. Það tekur tíma fyrir okkur að komast á alþjóðlegan markað sem knattspyrnuþjálfarar. Tveir þjálfarar hafa verið að standa sig á erlendri grundu. Freyr Alexandersson og Heimir Hallgrímsson  Nokkrir aðrir eru á leiðinni. Þegar FIFA kannaði á hvaða aldri þeir voru að ná hvað bestum árangri, þá var það um 70 ára aldurinn. Við höfum sennilega aldrei verið með jafn marga góða þjálfara, og það sem meira er þeir eru mjög margir á góðri uppleið. Sennilega eru þjálfarateymin ekki með næga reynslu inn í teymunum 

Sigurður Þorsteinsson, 26.9.2024 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband